• m9
  • m7
  • m3
  • m8
  • m-531
  • m1
  • m6
  • m2
  • m4
  • m-530
  • m5
  • Mynd1
  • m-532

Fimmtudagur 18. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus


Hér koma viðbrögð vegna þessara spurninga og annarra þátta.

Stjórnir FFR og SFR hafa átt í viðræðum lengi. Framan afvoru þær óformlegar eftir gott samstarf við síðustu kjarasamninga, en frá síðasta hausti hafa félögin átt í formlegum viðræðum sem leiddu af sér samkomulagið sem nú verður borið undirfélagsmenn.

Er þetta nauðsynlegt?

Það má alltaf deila um nauðsyn hluta og sitt sýnist hverjum.Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) sem FFR og SFR eiga aðild að, hefur lagt áherslu á samstarf og sameiningu félaga og sett félögunum þjónustuviðmið. Í þeimkemur fram að stéttarfélög innan BSRB verða að geta unnið og undirbúið alla þætti kjarasamninga, tryggt að þeim sé framfylgt og þjónustað félagsmenn í að ná fram settum markmiðum hans. Félög þurfa að halda úti skrifstofu, geta veitt félagsmönnum þjónustu, veitt trygga leiðsögn og svarðað fyrirspurnum.

Í sjálfu sér er gerð kjarasamnings ekki vandamál hjá okkur. Sú vinna er í raun áhlaupavinna og snýst um getu, úthald og þrautseigju við samningaborðið. Engu að síður þarfnast sú vinna sérþekkingar sem smærri félög búa oft ekki yfir. Þannig kallar hin tæknilega útfærsla kjarasamninga á yfirgripsmikla fagþekkingu á samningum almennt, auk mjög góðrar þekkingar á uppsetningu kjaramódela í Exel töflureikni og getu til að stilla upp og reikna heildaráhrif launabreytinga ólíkra hópa innan sama mengis. Það eru ekki mörg félög sem búa yfir þessari getu.

Vinnanvið mótun kröfugerðar og eftirfylgd kjarasamninga er einnig tímafrek ef vel á að vera og þarfnast aðkomu sérhæfðra starfsmanna.Gerð kröfugerðar hefst mörgum mánuðum áður en eiginlegar viðræður hefjast. Það krefst margra funda og þarf oft að sameina ólík sjónarmið hópa við mótun kröfugerðar. Þá er mikill styrkur í stóru baklandi og öflugu starfsfólki sem þekkir til slíkra samninga.

Viðsemjendur okkar, Samtök atvinnulifsins, sem semjafyrir hönd Isavia, hefur á að skipa hópi lögfræðinga og sérfræðinga á sviði samningagerðar. Þar eruá ferð atvinnumenn sem gera ekkert annað en að semja um kaup og kjör við hundruði stéttarfélaga. Lítið stéttarfélag eins og FFR verður að hafa sig allt við til að halda í við svo öflugan mótaðila. Við höfum átt í góðu samstarfi við SFR síðustu ár við gerð kjarasamnings og eftirfylgd hans meðal okkar félagsmanna hjá Isavia. Styrkurinn sem skapast við það samstarf er óumdeildur. Fyrir utan samninga við ISAVIA þá semur FFR einnig við launanefnd ríkisins fyrir félagsmenn hjá Samgöngustofu.

Af hverju núna?

Formlegar viðræður milli FFR og SFR hafa staðið yfir frá því síðasta haust eins og áður segir. Skipaðar voru viðræðunefndir beggja félaga eftir formlegt samþykki stjórna félaganna lá fyrir að fara í þá vinnu. Nú liggur fyrir samkomulag sem er félagsmönnum FFR hagstætt. Það tryggir sérstöðu þeirra og eykur réttindi. Stjórninnier mikið kappsmál að sérstaða FFR fái notið sín í þessu samkomulagi. Sú sérstaða er meðal annars sú að hafa nær alla félagsmenn sína starfandi hjá einum launagreiðanda. Slíkt á að tryggja meiri samstöðu og samheldni meðal félagsmanna. Einnig verður tilSvið flugstarfsmanna innan SFR sem mun halda utan um kjarasamninga, réttindagæslu ogvakta almennthagsmuni félagsmanna sem vinna hjá Isavia og Samgöngustofu. Sviðinu er síðan ætlað að þróast í takt við þau verkefni sem aðkallandi verða í breyttu fyrirkomulagi.

Sérstakur starfsmaður mun verða ráðinn á sviðið og mun SFR greiða laun hans. FFR hættir daglegum rekstri stéttarfélagsins og starfsmenn FFR sem hafa verið formaður í fullu starfi og bókari í 30% starfi, láta af störfum hjá félaginu.
Stjórn FFR verður áfram til og kosin samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn munu ekki fá greitt fyrir stjórnarsetu eftir breytingar. Stjórn FFR verður eftir sem áður skipuð starfsmönnum sem eru tengiliðir við félagsmenn víðsvegar um fyrirtækin, auk trúnaðarmanna.

Munu félagsmenn FFR ekki týnast í stóru félagi?

Eins og áður hefur verið sagt þá hefur mikil áhersla verið lögð á sérstaða FFR félaga haldist verði samkomulagið samþykkt. Stjórnarmenn og trúnaðarmenn munu hafa beina aðkomu að kjarasamingum framtíðarinnar og tryggt verður að formaður FFR sé í forystusveití kjaraviðræðum er snerta starfsmenn Isavia og Samgöngustofu. Starfsmaður á sviði flugstarfsmanna er tengiliður á milli skrifstofu SFR og stjórnar og trúnaðarmanna hjá Isavia og Samgöngustofu.

Réttur félagsmanna til sjóða mun aukast eða verða óbreyttur frá því sem nú er. Félagsmenn munu öðlast réttindi innan sjóðakerfis SFR út frá félagsaðild innan FFR. Með öðrum orðum þá öðlast þeir full réttindi í nýju fyrirkomulagi. Styrkir úr Starfsmenntasjóði munu hækka verulega og fjölbreytni í umsóknarmöguleikum mun aukast. Til dæmis mun styrkur til náms hækka úr hámarki 70.000 í allt að 140.000 kr. við breytingarnar og styrkir til námsferða erlendis hækka úr 40.000 í 80.000.

Orlofskostir munu aukast til muna en FFR hefur núna yfir þremur húsum að ráða, í Borgarfirði, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. SFR á hús víðsvegar um land á spennandi stöðum og eykur við fjölda tilboða á sumrin með leigu á orlofshúsum í eigu annarra. Fjöldi félagsmanna bak við hvert hús yrði örlítið meiri í nýju kerfi.Réttindi í styrktar og sjúkrasjóð verða sambærileg.

Félagsmenn FFR munu eftir samkomulag eiga full réttindi í vinnudeilusjóði SFR.FFR hefur ekki átt vinnudeilusjóð og mun ekki geta sótt í aðra sjóði frá og með næsta vori þegar átaks og vinnudeilusjóður BSRB verður lagður niður, enda ekki verið greitt í hann síðan 2006.

Liggur eitthvað á?

Viðræður hafa farið fram með formlegum hætti síðan í haust eins og áður segir. Samkomulag liggur fyrir og því er eðlilegt að leggja það fram fyrirfélagsmenn, ræða kosti þess og galla og setja málið í allherjar-atkvæðagreiðslu Samkomulagið var kynnt og rætt á fjölmörgum fundum með félagsmönnum FFR og SFR á vinnustöðum nýverið.Það er mat stjórnar að nú sé komið að því að félagsmenn fái tækifæri á að geiða atkvæði um það. Til að tryggja sem best lýðræðislega niðurstöðu og að ná til flestra félagsmanna, þá var rafræn atkvæðagreiðsla fyrir valinu.Á næstu dögum verður kynningarbæklingur um samninginn sendur rafrænt til félagsmanna, auk lykilorðs til að komast inn á kjörsíðu.