Enginn árangur varð af fundi sameiginlegra samninganefda FFR, SFR og LSS við SA og Isavia í morgun. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins en segja má að SA hafi hafnað öllum kröfum félaganna.
Næsti fundur er boðaður eftir viku.
Á fimmtudag ætla samninganefndirnar að hitta félagsmenn á Reykjavíkurflugvelli kl. 12. Í Leifsstöð kl. 17 og í flugvallarþjónustudeild í Keflavík kl. 19:30.