Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna FFR um verkfallsaðgerðir gegn Isavia hefst í dag.
Allir félagsmenn Isavia eiga kost á að greiða atkvæði. Atkvæðagreiðsla á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum fer fram hjá trúnaðarmönnum féagsins. Í Keflavík hefst atkvæðagreiðsla eftir baráttufund í Andrews leikhúsi á Ásbrú kl. 17:30 og í Reykjavík eftir baráttufund í bíósal Hótel Natura á morgun, föstudag kl. 12:00.
Einnig verður hægt að kjósa hjá trúnaðarmönnum félagsins. Kosningu lýkur á sunnudag. Talið verður á mánudag og þá verða úrslit birt.