• m5
  • m6
  • m2
  • m8
  • m3
  • m-532
  • m4
  • m1
  • m7
  • m-531
  • m9
  • m-530
  • Mynd1

Þriðjudagur 16. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus



Málsatvik voru þau að V hóf störf hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli árið 1991 og starfaði við öryggisgæslu. Sætti starf hans á starfsævinni nokkrum breytingum en síðasta breytingin fól í sér að hann var starfsmaður Lögreglustjórans á Suðurnesjum frá árinu 2007. Í september 2008 gerði V og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með sér samning um uppgjör vegna áunnins leyfis og starfslok V. Samningurinn fól í sér að V skyldi taka áunnið orlof, helgidagafrí og hvíldartíma og halda óbreyttum launum þar til leyfisréttindin væru fullnýtt. Að því loknu kæmi hann ekki aftur til starfa en héldi launum sínum (biðlaunum) ásamt vaktaálagi óskertum til 31. desember 2009. Starfsemi öryggisdeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem V hafði starfaði við, varð frá 1. janúar 2009 hluti af starfsemi Keflavíkurflugvallar ohf.

V fékk greidd laun frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum til ársloka 2008 og greidd 6 mánaða biðlaun frá samgönguráðuneytinu. Í júlí 2009 var V tilkynnt að látið yrði af greiðslunum þar sem ráðuneytið teldi sig fyrir misskilning hafa tekist þær á hendur. Fyrir dómnum var deilt var um hvort samningur V og Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi verið skuldbindandi fyrir íslenska ríkið og hvort kröfum samkvæmt samkomulaginu hafi verið beint að réttum aðila.

Í forsendum að niðurstöðu dómsins segir að V hafi verið ríkisstarfsmaður og fóru réttindi hans og skyldur eftir lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, ráðningarsamnings og kjarasamnings Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR). Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé ekki ákvæði um starfslokasamninga og ekki hafi verið sýnt fram á að neitt standi í vegi fyrir að slíkur starfslokasamningur sé gerður enda eru þeir nokkuð algengir. Jafnframt var ekki fallist á málsástæðu íslenska ríkisins um að greiðslur samkvæmt samkomulaginu hafi ekki rúmast innan þeirra fjárheimilda sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði samkvæmt fjárlögum eða að V ætti að bera hallann af því að slík heimild hafi ekki verið til staðar eða henni ekki aflað enda var enginn fyrirvari um slíkt í samkomulagi hans um starfslok. Loks hefði ekki verið sýnt fram á að samkomulagið þyrfti staðfestingu dómsmála- eða fjármálaráðuneytis til að fá staðfestingu.

V lét af störfum hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum áður en Keflavíkurflugvöllur ohf. tók yfir umrædda öryggisgæslu. Íslenska ríkið þótti ekki hafa sýnt fram að skuldbindingar Lögreglustjórans á Suðurnesjum samkvæmt starfslokasamningum hefði færst yfir til Keflavíkurflugvallar ohf. á grundvelli aðilaskipta í skilningi laga nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Var íslenska ríkið dæmt til að greiða V sem nam eftirstöðvum greiðslum starfslokasamnings ásamt dráttarvöxtum.

Dóminn í heild sinni má nálgast hér.