• m5
  • m6
  • Mynd1
  • m8
  • m7
  • m-530
  • m-531
  • m9
  • m3
  • m4
  • m2
  • m1
  • m-532

Fimmtudagur 25. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus



SFR og FFR hafa lýst yfir áhyggjum af hugmyndum Isavia um kjaraþróun þeirra starfsmanna sem eru lægst launaðir sem þau telja mjög rýrar. Síðastliðinn föstudag setti samninganefnd Isavia fram tilboð sem SFR og FFR höfnuðu alfarið og var fundi slitið í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila til samningafundar í dag en þar verður lögð fram ályktun félagsfundarins sem haldinn var í gær á Keflavíkurflugvelli.

Félagsfundur félagsmanna í FFR og SFR haldinn á Keflavíkurflugvelli 27. júní 2011, ályktar eftirfarandi vegna kjarasamningsviðræðna félaganna við SA/Isavia ohf:
Í samningaviðræðum milli Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu annars vegar, og SA/Isavia hinsvegar, hafa félögin sett fram ýmsar hugmyndir og kröfur sem lúta að bættum vinnuskilyrðum félagsmanna. Mikil áhersla er meðal annars lögð á leiðréttingu launakjara þeirra, sem lökustu launin hafa en bera mikla ábyrgð í starfi.

Samninganefndir FFR og SFR hafa ítrekað bent á það ójafnvægi sem er í kjaraumhverfi Isavia og krefjast þess að Isavia láti af láglaunastefnu sinni og viðurkenni ábyrgð og auknar kröfur sem gerðar eru til starfsmanna.

Félagsfundur FFR og SFR lýsir yfir fullum stuðning við samninganefndir félaganna og hvetur þær til að hvika hvergi frá þeim sanngjörnu kröfum sem settar hafa verið fram í viðræðunum. Fundurinn hvetur einnig samninganefnd SA/Isavia til að koma á móts við þessar réttmætu kröfur félaganna og vinna að gerð kjarasamninga án frekari erfiðleika.