• m5
 • m1
 • m6
 • m-532
 • Mynd1
 • m7
 • m9
 • m4
 • m8
 • m-530
 • m3
 • m-531
 • m2

Fimmtudagur 21. mars 2019


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Midasala

SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) skrifuðu undir nýjan kjarasamning við Isavia ohf. um miðnættið í gær. Samningurinn er á svipuðum nótum varðandi innihald og áherslur og þeir samningar sem verið gerðir að undanförnu.

Kjarabætur
Gildistími samningsins er til 30. apríl 2014. Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu. Þannig er félagsmönnum tryggðar 12.000 kr. eða að lágmarki 4,25% hækkun þann 1. júní 2011, 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. febrúar 2012 og 11.000 kr. eða að lágmarki 3,25% þann 1. febrúar 2013.

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000.- eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og sérstakum álagsgreiðslum á árinu. Þar er um að ræða hækkanir á orlofs- og desemberuppbót þannig að 10.000.- bætast við orlofsuppbótina nú í ár og 15.000.- á desemberuppbótina.

Frí í skiptum fyrir yfirvinnu og fleiri atriði
Nýlunda er að samkvæmt samningnum geta starfsmenn nú safnað frídögum vegna yfirvinnu án takmarkana, ef starfsmaður og atvinnurekandi koma sér saman um það. Einnig var gengið frá fleiri atriðum er varða starfsumhverfi og aðstæður starfsmanna, eins og akstur, þjálfunar- og námskerfi Isavia og fleira.

67 ára regla Isavia
Isavia hefur sett sér þá reglu að starfsmenn skuli hætta störfum þegar þeir hafa náð 67 ára aldri. Þessari reglu hafa félögin harðlega mótmælt og krafist þess að starfsmenn geti starfað fram að 70 ára aldri. Það er hámarksaldur starfsmanna ríkisins en flestir núverandi starfsmenn Isavia voru ríkisstarfsmenn þar til starfsemin var gerð að opinberu hlutafélagi. Isavia hefur ekki ljáð máls á að draga þessa starfsreglu sína til baka. Félögin munu því beina kröfu sinni að ráðherrum fjármála, sem fer með hlut ríkisins í félaginu, og innanríkismála, sem faglegs ábyrgðaraðila, af fullum þunga á næstunni til að fá þessari ósvinnu hnekkt.

Kynning og atkvæðagreiðsla
Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum á næstunni og atkvæðagreiðslu um hann verður að vera í síðasta lagi lokið fyrir 20. júlí næstkomandi. Kynningarfundir á kjarasamningnum verða haldnir á næstunni og atkvæðagreiðsla mun fara fram í kjölfarið.