• m6
  • m3
  • m1
  • m8
  • m7
  • m5
  • m2
  • m9
  • Mynd1
  • m4
  • m-531
  • m-532
  • m-530

Fimmtudagur 25. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Eins og ykkur er öllum kunnugt þá var síðasta ár hið annasamasta í sögu félagsins. Mikil átök voru við viðsemjendur um gerð nýs kjarasamnings og fast stigið niður af hálfu stjórnar og samninganefndar FFR í samskiptum við vinnuveitendur og fyrirsvarsmenn þeirra.

Samningaviðræður voru langar og tekist var harkalega á. Félagsmenn FFR samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu að boða til vinnustöðvana í þrígang.
Þessum átökum lauk ekki fyrr en þann 29. apríl 2014 með undirritun kjarasamnings við Samtök Atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf.

Í samningunum var auk beinna launahækkana einnig samið við Isavia ohf um breytingar á fyrirkomulagi á greiðslu í starfsmenntasjóð.
FFR hefur um árabil verið þátttakandi í Starfsmenntasjóði BSRB auk fjögurra annarra félaga innan BSRB. Sá sjóður gengur ekki vel og hefur til að mynda ekki orðið breyting á upphæð styrkja í mörg ár.
Þetta hefur verið stjórn FFR ljóst um nokkurn tíma og því var í viðræðum sl. vor lögð mikil áhersla á að fá leiðréttingu á inngreiðslum launagreiðanda í starfsmenntasjóð félagsmanna FFR. Að lokum varð niðurstaðan sú að árangur náðist varðandi það atriði og nú greiðir Isavia 0.23% af heildarlaunum í Starfsmennasjóð í stað grunnlauna áður. Í þessu sambandi var einnig stofnaður sérstakur Starfsmenntareikningur innan FFR en þangað er framlagi Isavia ráðstafað skv. nýja samningnum. Eðli málsins samkvæmt tekur það nokkurn tíma að byggja upp höfuðstól slíks sjóðs svo hann verði fær um að standa undir sér sjálfur. Á meðan unnið er að þeirri uppbygginu er FFR því enn um sinn þátttakandi í hinum gamla sjóði.

Eins og öllum má vera ljóst fylgdu ofangreindum verkfallsaðgerðum og samningaviðræðum nokkur kostnaður fyrir félagið. Kostnaður við gerð kjarasamnings og verkfallsátök í aðdraganda hans er eitthvað sem kemur félagsmönnum til góða á næstu árum, en kostnaðurinn verður hins vegar allur gjaldfærður á síðasta ári. Vonandi þarf ekki að grípa aftur til slíkra aðgerða í kjarabaráttu félagsins á allra næstu árum. Fyrirsjáanlegt er því að afkoma félagssjóðs og uppgjör ársins 2014 muni bera þessa nokkur merki.

Í drögum að ársreikningi sem nú hefur verið lagður fyrir endurskoðendur FFR kemur í ljós tap á rekstri félagssjóðs en hagnaður á orlofssjóði og starfsmenntasjóði. Kostnaður vegna reksturs félagsins greiðist úr Félagssjóði. Aðrir sjóðir greiða hlutfall af tekjum sínum til reksturs en afkoma félagsins í heild er í jafnvægi á árinu 2014 og gott betur en það og eignastaða þess sterk.

Áætlanir gera ráð fyrir því að að starfsemi FFR verði umfangsminni næstu árin en hið síðasta og því er gert ráð fyrir því að afkoma félagssjóðs verði í jafnvægi.

Ársreikningar verða lagðir fram til kynningar og umfjöllunar félagsmanna á aðalfundi Félags Flugmálastarfsmanna sem haldinn verður eigi síðar en í lok apríl eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Þar gefst félagsmönnum kostur á að kynna sér staðreyndir málsins og taka afstöðu til þeirra atriða sem reynt hefur verið að gera tortryggileg í tölvupóstsendingum að undanförnu.

Í þessu sambandi er einnig rétt að vekja athygli á því að þessa dagana vinnur stjórn félagsins að kynningu á drögum að samstarfssamningi FFR við SFR-Stéttarfélag í almannaþjónustu. Þau samningsdrög eru afrakstur vinnu sem fram hefur farið undanfarna mánuði en markmið hennar er að efla samstarfið á milli félagana og tryggja enn frekar en nú er, góða og skilvirka þjónustu við félagsmenn FFR og öfluga réttindabaráttu. Vonast er til þess að með því samstarfi náist ennfremur fram ákveðin hagræðing í rekstri félagsins. Drög að samkomulagi eru nú til kynningar félagsmönnum.

Stjórn FFR er einhuga um að leggja það til við félagsmenn FFR að ganga til samstarfs við SFR um rekstur félaganna.
Með því er lagður grunnur að öflugu styrktarkerfi félagsmönnum til handa sem og öflugu baklandi þegar kemur að þjónustu við félagsmenn.

Ég vonast til að sem flestir félagsmenn taki þessi mál til málefnalegrar skoðunar og kynni sér málið efnislega áður en þeir taki afstöðu til þeirra fullyrðinga sem fram hafa verið settar að undanförnu.

Með kveðju
Kristján Jóhannsson
Formaður stjórnar FFR