Fréttir

Stjórn FFR samþykkti á þriðjudag að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um samkomulag það sem gert hefur verið við SFR. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki félagsmanna FFR.

Vissulega hafa verið umræður um þetta samkomulag og tilgang þess. Spurningar eins og Er þetta nauðsynlegt? Af hverju? Og hvað liggur á? hafa heyrst.

Í gær staðfesti Hæstiréttur dóm Hérðasdóms Reykjavíkur í svokölluðu 67 ára máli.

Fyrrverandi félagsmáður FFR höfðaði mál gegn Isavia ohf og vildi fá starfslokastefnu fyrirtækisins hnekkt fyrir dómi á þeim forsendum að starfsmenn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar hefðu átt að njóta réttinda sem opinberir starfsmenn. Það var skilningur starfsmanna við stofun KEF ohf og síðar Isavia ohf enda var það skýrt tekið fram í bréfi til starfsmanna.

Dóminn má sjá hér:

http://haestirettur.is/domar?

 

Í tilefni af tölvupósti sem félagsmaður sendi þann 29. janúar s.l. til margra félaga í FFR, þar sem reynt er að gera forystu félagsins tortryggilega í augum félagsmanna, tel ég rétt að fara yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við lestur þeirrar sendingar.


Viðræður um frekari samvinnu og samstarf á milli Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR- Stéttarfélags í almannaþjónustu.


Félag flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu hafa sameiginlega staðið að gerð kjarasamninga við Isavia ohf árin 2011 og 2014. Félögin hafa einnig unnið saman að eftirfylgd samninga.

Þessi samvinna hefur verið metin sem mjög jákvæð og styrkt félögin gagnvart atvinnurekandanum.

Í dag verður lokið við að greiða félögum í FFR verkfallsbætur.

Greiðslur til vaktavinnufólks er kr. 30.000 en kr. 6.000 til dagvinnufólks.

Greiddur er skattur í öðru skattþrepi af upphæðinni.

 

Hæstiréttur snéri í gær við dómi Hérðasdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi félagsmanns FFR gegn Isavia ohf en maðurinn stefndi Isavia fyrir meinta ólögmæta uppsögn í starfi.

Hæstitréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta. Einnig var Isaiva ohf gert að greiða honum 500.000 kr í miskabætur með vöxtum og dráttarvöxtum frá uppsagnardegi. Isavia ohf var og gert að greiða 1.200.000.- kr í málvarnarlaun á báðum dómsstigum.