Fréttir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Isavia ohf af kröfu fyrrverand félagsmanns FFR sem stefndi fyrirtækinu fyrir meinta ólöglega uppsögn byggða á starfslokastefnu fyrirtækisins um að starfsmenn verði að hætta störfum 67 ára að aldri.

Í kröfugerð stefnanda kemur fram að hann hafi verið starfsmaður Varnarliðsins og hafi ráðningarsamningur hans verið yfirtekin af Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar haustið 2006. Við það hafi hann oðrið ríkisstarfsmaður. Við stofnun KEF ohf 2008 og síðar Isaiva ohf 2010 var starfsmönnum heitið að réttindi þeirra héldust óbreytt og jafnframt skyldur launagreiðanda.

Á það fellst Hérðasdómur Reykjavíkur ekki og sýknar Isavia ohf af kröfu fyrrverandi félagsmanns FFR.

Eftir er að taka ákvörðun um áfrýjun málsins. Mun stjórn FFR taka afstöðu til þess á næsta fundi stjórnarinnar.

Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins 2014 verður miðvikudaginn 28.maí n.k. kl. 17:00 í BSRB húsinu, Grettisgötu 89 í Reykajvík. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Félagar hvattir til að mæta.

Á orlofsvef félagsins er nú hægt að nálgast Útilegukortið ásamt ýmsum öðrum orlofstengdum tilboðum. Hótelmiða á Edduhótelin, Foss hótel, Icelandair hótels og Hótel Keflavík.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um undirritaðan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA/Isavia ohf liggja nú fyrir. Undirritaður kjarasamningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða allra félagsmanna. Alls samþykktu 72,95% félagsmanna samninginn, 24,62% félagsmanna höfnuðu honum og alls 2,43% félagsmanna skiluðu auðu. Niðurstaðan er skýr og ekki leikur nokkur vafi á því að félagsmenn eru sáttir við að undirritaður kjarasamningur taki gildi. Við óskum félagsmönnum til hamingju með kjarasamninginn.    

Kosningu um nýjan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA/Isavia ohf lýkur í dag klukkan 16:00. Niðurstöður verða kynntar á hádegi á morgun.

Mikilvægt er fyrir þá sem ekki hafa fengið sendan póst frá Outcome sem framkvæmir kosninguna rafrænnt að hafa smabnd við sitt stéttarfélag. Í tilfelli félagsmanna FFR má senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á skrifstofu félagsins 525-8410.

poll

Rafræn kosning um nýjan kjarasamning félagsins við SA/Isaiva er nú í fullum gangi. Hægt verður að kjósa til kl. 16:00 miðvikudaginn 14.maí. 

Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið sendan atkvæðaseðil á sitt netfang eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til síns trúnaðarmanns eða til skrifstofu FFR This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Niðurstöður verða kynnar kl. 12:00 fimmtudaginn 15.maí n.k.