Fréttir

Á samningafundi í Karphúsinu í gær fimtudaginn 6.febrúar lögðu Samtök atvinnulífisns fyrir hönd Isavia fram tilboð til félaganna. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir því tilboði og var fundi því fljótlega slitið. Félögin munu því ráða ráðum sinum en líklegt er að deilunni verði vísað til Ríkissáttasemjara.

FFR er þáttakandi í Fræðslusetrinu Starfsmennt. Félagsmönnum stendur til boða starfstengd símenntun. Nú er nýkomin út bæklingur þar sem nám á vorönn 2014 er kynnt. Endilega kynnið ykkur á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar www.starfsmennt.is

Góðir félagar! Viðræðunefnd FFR í komandi kjarasamningum hefur fundað fimm sinnum með Isavia og SA. Búið er að leggja fram kröfugerð félaganna. Efnisleg umræða um hana er að hefjast. Staðan á vinnumarkaði er frekar snúinn eins og mál standa enda felldi meirihluti félaga innan ASÍ nýgerða samninga. Heyrst hafa raddir um að rétt væri að láta ríkið og stéttarfélögin klára þetta áður en ASÍ félögin haldi áfram. Annar óvissuþáttur er síðan BHM, kennarar og fleiri stéttir. Við tilheyrum OHF félögum. Semjum við Samtök Atvinnulífsins. Vonandi fara mál að skýrast fljótlega!

Samninganefnd 2013

Fyrsti fundur sameiginlegrar samninganefndar FFR, LSS og SFR var í gær í húsnæði Ríkissáttasemjara. Lagði samninganefndin fram kröfugerð og gögn en næsti fundur verður miðvikudaginn 18.desember.

Á myndinni má sjá stóru samninganefdina, en viðræðunefnd félaganna samanstendur af formönnum og framkvæmdastjórum félaganna.

Viðræður um nýjan kjarasamning FFR, LSS og SFR við SA/Isaiva ohf hefjast í dag í húsnæði Ríkissáttasemjara. Núgildandi samningur rennur út þann 28. febrúar 2014. Gert er ráð fyrir að opna viðræður í dag. Félögin munu leggja fram sameiginlega kröfugerð sem unnið hefur verið að síðustu vikurnar. Formenn félaganna, Kristján Jóhannsson form. FFR, Sverrir Björn Björnsson, form LSS og Árni Stefán Jónsson form. SFR fara fyrir hinni sameiginlegu samninganefnd.