Fréttir

Skrifað verður undir viðræðuáætlun FFR, SFR og LSS við Isavia ohf/SA n.k. miðvikudag 27.nóvember. Þá má segja að formleg vinna við gerð nýs kjarasamning geti hafist. Núgildandi kjarasamningur FFR við Isavia ohf/SA rennur út 28.febrúar 2014.

Stjórn FFR hefur samþykkt að tefla fram sameiginlegri samninganefnd með SFR og LSS, Landsambandi slökkviliðs-og sjúkrafluttningamanna í komandi kjaraviðræðum við Isavia ohf/SA. Áður hafði verið samþykkt að vinna með SFR í samningunum. Vinna við mótun kröfugerðar er í fullum gangi og reiknað er með að skrifað verði undir viðræðuáætlun fyrir lok mánaðar og að samingaviðræður hefjist fljótlega eftir það.

Stjórn FFR samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að samninganefnd í komandi kjaraviðræðum við isaiva ohf verði sameiginleg með SFR.

Við gerð síðasta kjarasamnings 2011 var sá háttur hafður á og þótti samstarfið takast vel og var m.a. byggt á þeirri reynslu við þessa ákvörðun. Nú verður vinna við mótun kröfugerðar einnig unnin sameiginlega.

Sú vinna er hafin og miðar vel. Trúnaðarmenn flugöryggisvarða hittust í morgun á fundi með hluta samninganefndarinnar á vinnufundi.

Stefn er að því að mótun kröfugerðar verði tilbúin um miðjan nóvember n.k.

Breytingar á trúnaðarmönnum hafa orðið á tveimur starfsstöðvum á síðustu vikum.

Einar Skaftason, flugöryggisvörður á Keflavíkurflugvelli var kosinn trúnaðarmaður á A-vakt vopnaleitar á dögunum í stað Jóns Axels Steindórssonar.

Þórhallur Borgarsson starfsmaður í flugvallarþjónustu á Egilsstaðaflugvelli var kjörin trúnaðarmaður í stað Benedkts Warén.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins býður þá Einar og Þórhall velkomna til starfa og þakkar Jóni Axeli og Benedikt fyrir góð störf í þágu félagsins.

Næsti fundur er með skrifstofufólki og viðhaldsdeild á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 26.september og hefst hann kl. 9. Í næstu viku verða síðan fundir með flugöryggisvörðum þriðjudaginn 1. október og miðvikudaginn 2. október. Hefjast þeir báðir kl. 8.

Samstaða- MYND

Mánudaginn 23. september hefst fundarröð samninganefndar FFR með félagsmönnum vegna undirbúnings kröfugerðar fyrir komandi kjarasamninga. Samningar félagsins við Isavia ohf/SA rennur út 28.febrúar 2014.

Tilgangurinn fundanna er að heyra sjónarmið félagsmanna og að tillögur að því hvað eigi heima í kröfugerð félagsins komist milliliðalaust til samninganefndar félagsins.

Samningar á almenna markaðinum eru lausir nú í lok nóvember og eru einhverjar þreifingar hafnar á milli ASÍ og SA. Samkvæmt fréttum úr þeirra herbúðum eru menn helst á því að semja ekki til langs tíma og hafa 6-8 mánuðir verið nefndir af ASÍ en Samtök atvinnulífisns vilja semja til 12-18 mánuða.

Ljóst er að þessi félög leggja línurnar hvað þetta varðar sem og almenna launahækkun.

Mörg stéttarfélög hafa að undanförnu ályktað um að kjarabætur í komandi samiingum megi ekki vera lægri en sem samsvrar verðbólguviðmiðum Seðlabankans eða um 4-6%.

Fundir FFR með félagsmönnum verða  sem hér segir:

Flugvallarþjónusta í Keflavík, mánudaginn 23.september kl. 10:00

Fluggagnafræðingar, þriðjudaginn 24.september kl. 19:00

Félagsmenn á Reyjavíkurflugvelli, miðvikudagur 26.september kl. 09:00

Skrifstofa og viðhaldsdeild í Keflavík, fimmtudaginn 26.sep kl. 09:00

Flugöryggisverðir i Keflavík, þriðjudaginn 1. október kl. 08:00

Flugöryggisverðir í Keflavík, miðvikudaginn 2. október kl. 08:00

Félagsmenn á Egilsstöðum, mánudaginn 7. október kl. 15:00