Þrír fundir eru á dagskrá í dag þar sem nýgerður kjarasamningur er kynntur fyrir félagsmönnum. Fundirnir verða kl. 12 í Reykjavík, fundarsal inn af kaffistofu á 1. hæð í turni. Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Marklandi á þriðju hæð kl. 17:30 og í Mötuneyti starfsmanna, Ellukoti kl. 20:00.
Hérna má nálgast hinn nýgerða samning
Rafræn kosning hefst föstudaginn 9.maí kl. 12 og lýkur þriðjudaginn 13.maí kl. 16:00. Niðurstöður verða kynntar kl. 12 miðvikudaginn 14.maí.
Kynningar á nýjum kjarasamningi FFR, SFR og LSS verða miðvikudaginn 7.maí kl. 10:00 á Akureyri og klukkan 16:00 sama dag á Egilsstöðum. Fimmtudaginn 8.maí verður kynning kl. 12:00 í Reykjavík, kl. 17:30 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og klukkan 20:00 í Speglasal á Keflavíkurflugvelli.
Á fundinum verða formenn félaganna og fara yfir nýgerðan kjarasamning.
Nánari upplýsingar um fundina er að finna á auglýsingum á kaffistofum starfsmanna.
Héraðsdómur Reykjavíkur tók í morgun til aðalmeðferðar stefnu fyrrverandi félaga í FFR Guðmundar Haraldssonar en hann stefndi Issvis ohf vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar. Uppsögn hans byggist á ákvörðun fyrrverandi stjórnar Isavia um að starfslok eigi að vera eigi síðar en við 67 ára aldur viðkomandi starfsmanns. FFR hefur ætíð mótmælt þessari ákvörðun stjórnarinnar enda félagsmenn FFR ríkisstarfsmenn til stofnunar KEF ohf 2008.
Niðurstöðu er að vænta eftir fjórar vikur.
Skrifað var undir nýjan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA fyrir hönd Isavia í gærkvöld í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir til loka febrúar 2017 og hljóðar upp á 2.8% launahækkun fyrsta árið en 4% hækkun 2015 og 2016. Auk þess koma launaflokkahækkanir á samningstímabilinu. Samningurinn verður kymntur félagsmönnum í næstu viku. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir á hádegi 15.maí 2014.
Fyrirhuguðu verkfalli félagsmanna FFR, SFR og LSS hefur verið frestað til 22.maí n.k. Vinna við nýjan kjarasamning heldur áfram í kvöld og nótt.
Frestur til að sækja um sumardvöl í húsum félagsins hefur verið framlengdur um eina vikur. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 13.apríl n.k. Sótt er um á orlofsvef félagsins flugstarfsmenn.is/orlofsvefur.