Fréttir

Vinna við að móta kröfugerð FFR í komandi kjarasamningum er hafin. Í lok september hefst fundarröð þar sem samninganefd félagsins stefnir á að heimsækja sem flestar starfsstöðvar félagsmanna. Fundirnir verða nánar auglýstir þegar nær dregur bæði á heimasíðunni og á starfsstöðvum.

Kjarasamningur Félags flugmálstarfsmanna ríkisins við Isavia ohf/SA rennur út í lok febrúar 2014. Er það krafa FFR að samningaviðræðum verði lokið áður en fyrri samningur rennur út. Með öðrum orðum að samningur taki við af samningi.

Samninganefnd FFR samanstendur af stjórn félagsins og trúnaðarmönnum.

Tilgangurinn með að funda með félagsmönnum er að heyra sjónarmið félagsmanna milliliðalaust áður er kröfugerð verður fest á blað.

Sofandi á bekk

Í rigningartíð, eins og nú á sunnanverðu landinu er ekki úr vegi að kanna aðra gistimöguleika.

FFR býður félögum sínum upp á gistingar á hótelum frá kr. 7.200.- nóttina.

Kynnið ykkur tilboð á orlofssíðunni.

Göng

Góð sala hefur verið á miðum í Hvalfjarðargöng síðustu vikurnar. Félagsmönnum býðst að kaupa eina blokk á ári með tíu miðum á kr.  4000.-

Félagið býður einnig upp á fjölda annara tilboða m.a. Veiðikortið, Sund og safnakortið, Útilegukortið og Golfkortið.

Einnig eru tilboð á hótelgistingum á Eddu hótelunum, Fosshótelunum sem eru staðsett vísvegar um landið og Hótel Keflavík.

Salan fer fram á orlofssiðu félagsins en smella má á flipa á heimasíðunni til að komast inn á hana.

 

Ein vika laus í íbúð FFR að Tjarnarlundi 19e frá 21.júní til 28.júní. Verð 22.000 kr. Fyrstur kemur - fyrstur fær!

BSRBlogo

Í dag var undiritað í húsakynnum Ríkissáttasemjara samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Með undirritun samkomulagsins er fyrsta skrefið stigið í átt að samvinnu um bætt vinnubrögð í kjarasamningum eins og BSRB hefur lagt ríka áherslu á.

Aðilar samstarfsins eru Fjármála og efnahagsráðuneytið, ASÍ, BSRB, KÍ, SA og BHM. Ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson stýrir starfi nefndarinnar.

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki geri svo kallaða fastlaunasamninga við starfsmenn sína.

Oft eru þetta starfsmenn sem hafa náð uppfyrir þann stall að vera á plani eins og það var orðað á vaktinni um árið.

Eru sumsé komir með einhverja ábyrgð og þar af leiðandi með hærri laun en planfólkið.

En það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum!