Fréttir

Dómur féll við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær í máli félagsmanns Félags flugmálastarfsmanna ríkisins gegn íslenska ríkinu varðandi efndir starfslokasamnings. Í málinu greindi aðila á um hvort samningur V og Lögreglustjórans á Suðurnesjum um uppgjör vegna áunnins leyfis frá störfum og starfslok hafi verið skuldbindandi fyrir íslenska ríkið og hvort kröfum samkvæmt samkomulaginu hafi verið beint að réttum aðila. Niðurstaðan var að íslenska ríkið var dæmt til að greiða eftirstöðvar greiðslna samkvæmt samkomulaginu.

Úrval stuttra framhaldsnámskeiða í vinnuvernd fyrir öryggisstarfsmenn, öryggisverði og aðra sem huga að vinnuvernd eru í boði á þessari önn hjá Vinnueftirlitinu. Þetta eru svokölluð örnámskeið, þau eru þriggja tíma löng og kosta kr. 11.900 kr.

Klukkan 11 í morgun lauk kosningu um kjarasamning FFR við Isavia. Kosningin fór fram með rafrænum hætti þannig að félagsmenn fengu sendan kjörseðil í tölvupósti og gafst þannig kostur á að taka afstöðu um samninginn.

Kosning um kjarasamning FFR við Isavia er nú í fullum gangi og skorar stjórn félagsins á félagsmenn að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Sendur hefur verið út tölvupóstur á félagsmenn sem inniheldur kjörseðil og mjög einfalt er að taka þátt í kosningunni.

Formenn FFR - félags flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu boða til fundar mánudaginn 4. júlí kl. 17:30 í Keflavík. Fundurinn verður í fundarsal á þriðjuhæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

FFR og SFR stéttarfélag senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau harma að í gerð kjarasamninga við Isavia hafi ekki náðs samkomulag um breytingar á starfslokareglum Isavia. Umræddar reglur kveði á um að starfsmenn skuli láta af störfum við lok þess mánaðar er þeir ná 67 ára aldri. Reglan hefur mætt mikilli andstöðu meðal starfsmanna Isavia og hafa stéttarfélögin mótmælt henni frá upphafi.