Fréttir

Breytingar á trúnaðarmönnum hafa orðið á tveimur starfsstöðvum á síðustu vikum.

Einar Skaftason, flugöryggisvörður á Keflavíkurflugvelli var kosinn trúnaðarmaður á A-vakt vopnaleitar á dögunum í stað Jóns Axels Steindórssonar.

Þórhallur Borgarsson starfsmaður í flugvallarþjónustu á Egilsstaðaflugvelli var kjörin trúnaðarmaður í stað Benedkts Warén.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins býður þá Einar og Þórhall velkomna til starfa og þakkar Jóni Axeli og Benedikt fyrir góð störf í þágu félagsins.

Næsti fundur er með skrifstofufólki og viðhaldsdeild á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 26.september og hefst hann kl. 9. Í næstu viku verða síðan fundir með flugöryggisvörðum þriðjudaginn 1. október og miðvikudaginn 2. október. Hefjast þeir báðir kl. 8.

Samstaða- MYND

Mánudaginn 23. september hefst fundarröð samninganefndar FFR með félagsmönnum vegna undirbúnings kröfugerðar fyrir komandi kjarasamninga. Samningar félagsins við Isavia ohf/SA rennur út 28.febrúar 2014.

Tilgangurinn fundanna er að heyra sjónarmið félagsmanna og að tillögur að því hvað eigi heima í kröfugerð félagsins komist milliliðalaust til samninganefndar félagsins.

Samningar á almenna markaðinum eru lausir nú í lok nóvember og eru einhverjar þreifingar hafnar á milli ASÍ og SA. Samkvæmt fréttum úr þeirra herbúðum eru menn helst á því að semja ekki til langs tíma og hafa 6-8 mánuðir verið nefndir af ASÍ en Samtök atvinnulífisns vilja semja til 12-18 mánuða.

Ljóst er að þessi félög leggja línurnar hvað þetta varðar sem og almenna launahækkun.

Mörg stéttarfélög hafa að undanförnu ályktað um að kjarabætur í komandi samiingum megi ekki vera lægri en sem samsvrar verðbólguviðmiðum Seðlabankans eða um 4-6%.

Fundir FFR með félagsmönnum verða  sem hér segir:

Flugvallarþjónusta í Keflavík, mánudaginn 23.september kl. 10:00

Fluggagnafræðingar, þriðjudaginn 24.september kl. 19:00

Félagsmenn á Reyjavíkurflugvelli, miðvikudagur 26.september kl. 09:00

Skrifstofa og viðhaldsdeild í Keflavík, fimmtudaginn 26.sep kl. 09:00

Flugöryggisverðir i Keflavík, þriðjudaginn 1. október kl. 08:00

Flugöryggisverðir í Keflavík, miðvikudaginn 2. október kl. 08:00

Félagsmenn á Egilsstöðum, mánudaginn 7. október kl. 15:00

 

Vinna við að móta kröfugerð FFR í komandi kjarasamningum er hafin. Í lok september hefst fundarröð þar sem samninganefd félagsins stefnir á að heimsækja sem flestar starfsstöðvar félagsmanna. Fundirnir verða nánar auglýstir þegar nær dregur bæði á heimasíðunni og á starfsstöðvum.

Kjarasamningur Félags flugmálstarfsmanna ríkisins við Isavia ohf/SA rennur út í lok febrúar 2014. Er það krafa FFR að samningaviðræðum verði lokið áður en fyrri samningur rennur út. Með öðrum orðum að samningur taki við af samningi.

Samninganefnd FFR samanstendur af stjórn félagsins og trúnaðarmönnum.

Tilgangurinn með að funda með félagsmönnum er að heyra sjónarmið félagsmanna milliliðalaust áður er kröfugerð verður fest á blað.

Sofandi á bekk

Í rigningartíð, eins og nú á sunnanverðu landinu er ekki úr vegi að kanna aðra gistimöguleika.

FFR býður félögum sínum upp á gistingar á hótelum frá kr. 7.200.- nóttina.

Kynnið ykkur tilboð á orlofssíðunni.

Göng

Góð sala hefur verið á miðum í Hvalfjarðargöng síðustu vikurnar. Félagsmönnum býðst að kaupa eina blokk á ári með tíu miðum á kr.  4000.-

Félagið býður einnig upp á fjölda annara tilboða m.a. Veiðikortið, Sund og safnakortið, Útilegukortið og Golfkortið.

Einnig eru tilboð á hótelgistingum á Eddu hótelunum, Fosshótelunum sem eru staðsett vísvegar um landið og Hótel Keflavík.

Salan fer fram á orlofssiðu félagsins en smella má á flipa á heimasíðunni til að komast inn á hana.