Fréttir

Íbúð félagsins á Akureyri er laus núna um helgina. Upplagt að skella sér norður á skíði í vetrarfríinu. Sótt er um á orlofsvef félagsins.

Félagsmenn athugið, nýting orlofshúsa félagsins er heldur lítil fram að sumarúthlutun. Flestar helgar eru lausar og svo til allir virkir dagar. Þeir sem hafa hug á að nýta sér leigu orlofshúsa fram að sumarúthlutun geta farið inn á orlofssíðu félagsins (http://orlof.is/ffr/site/rent/rent_list.php.) og kannað hvort að þar leynist tímabil sem myndu henta fyrir notalega stund í orlofshúsi FFR. Engir punktar eru teknir fyrir vetrarleigu, gjaldskrá er að finna við hvern orlofskost og vert er að hafa í huga að ,,fyrstur kemur, fyrstur fær".

Jlakort version2

Fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hafa gert með sér samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Samkomulagið var undirritað þann 18. nóvember 2015 og framlengir það gildandi kjarasamningi aðila frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Undirritað samkomulag er að finna hér á síðu félagsins. Í fellilistanum Kjaramál er valinn liðurinn Kjarasamningar og ber skjalið titilinn Kjarasamningur SGS 2015-2019.

Á heimasíðu félagsins er nú að finna reglur og umsóknareyðublað fyrir Starfsmenntunarsjóð FFR.

Á flipanum Kjaramál velja menn styrkir og endurmenntun (neðsta val) og sjá þá neðst á þeirri síðu sér lið sem ber heitið Starfsmenntunarsjóður FFR. Þar er að finna starfsreglur og umsóknareyðublaðið.

Við minnum félagsmenn á að boðað hefur verið til félagsfundar í Marklandi, Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl. 17:45 í dag miðvikudaginn 30. september.

Það er von okkar að félagsmenn sjái sér fært um að fjölmenna á fundinn.

 

Dagskrá fundar er:

  • 6 mánaða uppgjör FFR
  • Starfsmenntunarsjóður FFR
  • Trúnaðarmenn FFR
  • Önnur mál

 

Stjórn FFR