Þrátt fyrir að samningaviðræður hafi dregist á langinn hefur Isavia ákveðið að uppfæra upphæð desemberuppbótar starfsmanna til samræmis við hækkun í samningum á almenna markaðnum. Starfsmenn í fullu starfi fá því greiddar 92.000 kr. í desemberuppbót um næstu mánaðarmót.
Ágætu félagsmenn,
Við viljum vekja athygli ykkar á því að opnað verður fyrir bókanir í orlofshúsum innanlands fyrir vetrartímabilið 2019-2020 þann 26. júlí kl. 12:00.
Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins http://orlof.is/ffr/ og nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.
Engir punktar eru teknir af vetrarleigu og fyrstur kemur - fyrstur fær.
Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Helgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.
Gengið hefur verið frá samkomulagi um endurskoðun á viðræðuáætlun FFR við SA/Isavia.
Í samkomulaginu kemur fram að aðilar stefni á að ná samningum fyrir 15. september. Þar er einnig fjallað um skipulag viðræðna og vinnubrögð. Viðræður liggja niðri um þessar mundir en verða teknar upp að nýju í ágúst.
Aðilar sammælast um að á gildistíma framlengdrar viðræðuáætlunar ríki friðarskylda. Með hliðsjón af því svo og þess að aðilar eru sammála um að sá tími sem var ætlaður til viðræðna um endurnýjun kjarasamnings hafi verið vanmetinn.
Aðilar eru ásáttir um að innágreiðsla/fyrirframgreiðsla að upphæð 105.000 kr. verði greidd hverjum fastráðnum starfsmanni miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 31. ágúst 2019.
Greiðslan kemur til útborgunar 1. ágúst 2019.
Það er sameiginlegur skilningur aðila að ofangreind fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga hins endurnýjaða kjarasamnings og verði metin sem hluti kostnaðaráhrifa hans.
Samninganefnd FFR
Við vekjum athygli ykkar á því að næsta vika er laus í Vestmannaeyjum. Örugglega einhver sem getur nýtt sér það í þeirri fádæma veðurblíðu sem nú gengur yfir Suðurlandið. Húsið losnar meira að segja laugardaginn 15. júní ef einhver vill nýta sér það og ná rúmlega vikudvöl en greiða einungis vikuleigu fyrir!
Sumarkveðjur frá orlofshúsakónginum
Félaginu hafa borist fyrirspurnir af stöðu viðræðna félagsins við SA/Isavia og er það okkur ánægja að segja frá því að viðræður eru í fullum gangi um þessar mundir.
Þegar höfum við setið 7 samningafundi og góður gangur er í viðræðum. Næsti fundur er fyrirhugaður á miðvikudaginn.
Samninganefnd FFR
Í morgun voru haldnir starfsmannafundir á öllum starfsstöðvum Isavia þar sem kynntar voru aðgerðir Isavia til þess að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi.
Eins og alkunna er þrengir að rekstri Keflavíkurflugvallar nú um mundir og dregið hefur verulega úr farþegafjölda sem um hann fer. Af þessum sökum sér Isavia sér ekki fært annað núna en að fækka og/eða breyta stöðugildum nokkurra starfsstöðva sem undanfarin misseri hafa vaxið ört. Breytingarnar hafa áhrif á 34 starfsmenn Isavia. Samhliða er unnið að breytingum á vaktakerfum til þess að laga þau betur að breyttum álagstímum flugstöðvarinnar.
Félag flugmálastarfsmanna ríkisins harmar mjög þessar aðstæður og sérstaklega tíðindin af atvinumissi félagsmanna okkar og annarra stéttarfélaga.
Við viljum hvetja félagsmenn okkar sem breytingarnar hafa áhrif á að hafa samband við félagið og kynna sér þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér hjá félaginu og nýta sér þá ráðgjöf sem Isavia hefur boðið þeim.
Stjórn FFR