Fréttir

Boðað er til félagsfundar FFR miðvikudaginn 30. september 2015, kl. 17:45.

Fundurinn verður haldinn í Marklandi, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru félagsmenn hvattir til þess að fjölmenna á fundinn.

 

Dagskrá fundar:

1. 6 mánaða uppgjör FFR

2. Starfsmenntunarsjóður FFR

3. Trúnaðarmenn FFR

4. Önnur mál

 

FFR félagsfundur

 

Nú hafa allir félagsmenn fengið fréttabréf FFR sent í tölvupósti.

Við vekjum athygli félagsmanna okkar á því að boðað verður til félagsfundar í Keflavík þann 30. september nk.

Fréttabréf FFR september 2015

Kæru félagsmenn FFR hjá ISAVIA

Í kjarasamningi félaganna frá apríl í fyrra er bókun er segir að ef launataxtar á almennum markaði hækka árin 2015 og 2016 umfram umsamda launahækkun í kjarasamningi SFR, FFR og LSS skulu félagsmenn okkar njóta þess.

Til samræmis við bókunina hafa SFR, FFR og LSS gengið frá samkomulagi um hækkun launatöflu félagsmanna hjá Isavia fyrir árin 2015 og 2016. Samkomulagið byggir á blandaðri leið krónutölu og prósentuhækkana.

Launatafla verður birt undir kjarasamningum á heimsíðu félagsins. Einnig má nálgast töfluna með því að opna skjal "Yfirlysing_Bokun" hér að neðan.

Yfirlysing_Bokun.pdf

Fulltrúar FFR, SFR og LSS sátu í dag fyrsta fund með Isavia ohf og SA varðandi Bókun 1 í gildandi kjarasamningi. 
Nú hafa SGS, LÍV og Samiðn undirritað kjarasamninga við SA og því er tímabært að hefja viðræður við Isavia ohf og SA vegna bókunarinnar. 
Eins og félagsmenn okkar muna án efa segir Bókun 1 að verði almenn hlutfallshækkun launa í aðalkjarasamningum SA við SGS/LÍV/Samiðn umfram 2,75% árið 2015 muni hækkun í okkar samningi skv.2.gr. (2,25% hækkun í launatöflu) aukast um mismuninn á almennri hlutfallshækkun þeirra samninga og 2,75%. Hið sama mun einnig eiga við um almenna hlutfallshækkun launa árið 2016. Þ.e. að þær hækkanir sem samningar SGS/LÍV/Samiðn færa þeirra félagsmönnum skulu einnig koma til okkar félagsmanna að frádregnum 0,5%. 
Áhugasamir geta nálgast umrædda nýundirritaða kjarasamninga á veraldarvefnum vilji þeir kynna sér þá nánar.
Næsti fundur vegna bókunarinnar verður strax í byrjun næstu viku og komum við boðum til félagsmanna um leið og niðurstaða liggur fyrir.

Kristján Jóhannsson fyrrum formaður og framkvæmdastjóri FFR hefur látið af störfum.

Ný stjórn FFR tók við á síðasta aðalfundi þann 30. apríl 2015 og þakkar hún Kristjáni störf hans í þágu félagsins.

Stjórn FFR vinnur um þessar mundir að því að skipuleggja starfsemi félagsins í þágu félagsmanna og birtir fréttir á heimasíðu félagsins jafnóðum.

Allri þjónustu við félagsmenn verður sinnt á meðan skipulagsbreytingar standa yfir og eru félagsmenn hvattir til þess að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Búast má við því að opnunartími skrifstofu félagsins verði að einhverju leyti stopull næstu daga og ef erindið er mjög brýnt er unnt að ná í Helga Birki Þórisson formann í síma 690-9908.   

Athygli er vakin á því að þeim sem vilja ná sambandi við Kristján vegna mála sem ekki tengjast félaginu er bent á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

 

F.h. stjórnar FFR,

Bára Yngvadóttir ritari

Helgin laus í Munaðrnesi og á Akureyri um næstu helgi!

13.000 krónur fyrir helgina. Engir punktar!!

Bókið á vefnum!