Fréttir

Félagsmönnum er bent á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2018.

Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef félagsins og velja flipann UMSÓKN SUMAR.

Hægt er að setja inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.

Leigutími er mánudagur til mánudags.
Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl.

Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 1. mars kl. 19:00.

Fundurinn fer fram í samkomusal BSRB á jarðhæðinni að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. 

Einungis einn framboðslisti til stjórnar FFR barst kjörstjórn árið 2018. 
Listinn er þá sjálfkjörinn samkvæmt lögum félagsins og atkvæðagreiðsla því óþörf.
Eftirfarandi ný stjórn FFR tekur við á aðalfundi félagsins sem fyrirhugaður er þann 1. mars 2018: 

Kjörstjórn félags flugmálastarfsmanna ríkisins auglýsir nú eftir framboðslistum til stjórnarkjörs FFR árið 2018.

Listum skal skila til kjörstjórnar félagsins eigi síðar en 2. febrúar 2018 með tölvupósti á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Farið verður yfir niðurstöðu könnunar um orlofskosti FFR á aðalfundi félagsins í mars nk. og tekin umræða um orlofskostina í kjölfarið. Hvetjum félagsmenn til þess að mæta á aðalfundinn vilji þeir hafa áhrif á orlofshúsamál félagsins.

Stjórn

Við viljum biðja félagsmenn að svara könnun sem send var til þeirra rafrænt í tölvupósti.

Könnunin varðar fjölgun á orlofskostum.