Fréttir

Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar rennur út 15.apríl n.k.

Hægt er að sækja um í Munaðarnesi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

Farið er inn á orlofssíðu félagsins til að sækja um. Notast þarf við Íslykil eða rafræn skilríki til að geta sótt um.

Samkvæmt kjarasamngi FFR/SFR og LSS við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf hækka launa félagsmanna um 2.25% þann 1. apríl n.k.

Hægt er að skoða nýja launatöflu hér fyrir neðan.

Einnig er rétt að vekja athygli á því að kjarasamningar þessara aðila renna út 2017. Í  kjarasamningi er þó gert ráð fyrir að hækki laun á almennum markaði um meira en segir í okkar samningi þá fá félagsmenn FFR/SFR og LSS viðbótarhækkanir að frádregnum 0.5%. Flest aðildarfélög BSRB og nær öll ASÍ félög eiga í viðræðum við viðsemjendur þessa dagana.

xlsNý launatafla

 

Fimmtudaginn 5. mars 2015 verður haldinn félagsfundur í FFR. Á fundinum verður m.a. rætt um samkomulag FFR og SFR, sem undirritað var með fyrirvara um samþykki félagsmanna þriðjudaginn 24. febrúar s.l.

Stjórn hafði tilkynnt að félagsmenn myndu greiða atkvæði um samkomulagið í rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu.

Stjórn FFR samþykkti á þriðjudag að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um samkomulag það sem gert hefur verið við SFR. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki félagsmanna FFR.

Vissulega hafa verið umræður um þetta samkomulag og tilgang þess. Spurningar eins og Er þetta nauðsynlegt? Af hverju? Og hvað liggur á? hafa heyrst.

Í gær staðfesti Hæstiréttur dóm Hérðasdóms Reykjavíkur í svokölluðu 67 ára máli.

Fyrrverandi félagsmáður FFR höfðaði mál gegn Isavia ohf og vildi fá starfslokastefnu fyrirtækisins hnekkt fyrir dómi á þeim forsendum að starfsmenn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar hefðu átt að njóta réttinda sem opinberir starfsmenn. Það var skilningur starfsmanna við stofun KEF ohf og síðar Isavia ohf enda var það skýrt tekið fram í bréfi til starfsmanna.

Dóminn má sjá hér:

http://haestirettur.is/domar?

 

Í tilefni af tölvupósti sem félagsmaður sendi þann 29. janúar s.l. til margra félaga í FFR, þar sem reynt er að gera forystu félagsins tortryggilega í augum félagsmanna, tel ég rétt að fara yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við lestur þeirrar sendingar.