Fréttir

Íbúðin okkar á Akureyri var að losna. Um að gera að skella sér norður í sólina. Lækkað verð og 0 punktar.

Íbúðin er 86 fermetrar að stærð 3ja herbergja og skiptist í hjónaherbergi, barnaherbergi, stofu og er þaðan gengið út á svalir. Íbúðin er skemmtilega staðsett með útsýni yfir KA-völlinn við Dalsbraut. Örstutt er í bakarí og matvöruverslun og aðeins stutt ganga niður í bæ.

 

 

Íbúðina er hægt að bóka á orlofsvefnum.

 

 

 

 

Góðan daginn, við viljum vekja athygli félagsmanna á því að í næstu viku er spáð undursamlegu veðri í Borgarfirðinum og svo heppilega vill til að húsið okkar í Munaðarnesi er laust mánudaginn 06.06.2016 - mánudagsins 13.06.2016. Áhugasamir fari inn á orlofsvefinn http://orlof.is/ffr/ og þar geta menn bókað næstu viku í Munaðarnesi og kannað hvort eitthvað annað heppilegt sé laust í sumar. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Öll húsin okkar hafa nú verið yfirfarin og eru tilbúin í að þjóna félagsmönnum vel í allt sumar.

Í kjarasamningi félaganna frá apríl 2014 er bókun er segir að ef launataxtar á almennum markaði hækki árin 2015 og 2016 umfram umsamda launahækkun í kjarasamningi FFR, SFR og LSS skulu félagsmenn okkar njóta þess.

Til samræmis við bókunina hafa FFR, SFR og LSS enn á ný gengið frá samkomulagi um hækkun launatöflu félagsmanna hjá Isavia sem gildir frá 1. janúar 2016.

Útfærslan er á þá leið að launatafla hækkar öll um 1,25% og jafnframt þessu er samkomulag um að önnur laun hækki um 5,7% frá 1. janúar 2016. 

Undirritað samkomulag ásamt nýrri launatöflu eru birt undir flipanum kjarasamningar hér á heimsíðu félagsins.

Við vekjum athygli félagsmanna á því að boðið er upp á vetrarleigu í orlofshúsum félagsins út maí 2016 og enn eru laus tímabil sem menn geta vonandi nýtt sér. Ennfremur viljum við vekja athygli á því að forúthlutun orlofshúsa í sumarleigu er nú lokið og opnað hefur verið fyrir umsóknir um laus tímabil í sumarleigu þar sem reglan ,,fyrstur kemur, fyrstur fær" gildir. Talsvert er af lausum vikum í sumar og viljum við hvetja félagsmenn til þess að kíkja á orlofsvefinn okkar og sækja um dvöl ef slíkt hentar og freistar. 

Við minnum á að umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar rennur út þann 17. apríl n.k. 

Félagsmönnum er bent á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2016. 

Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann umsókn sumar.  

Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 umsóknir hver og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.

Við vekjum athygli á því að leigutíma hefur nú verið breytt í mánudag til mánudags (í stað föstudags til föstudags) að ósk félagsmanna. Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns. 

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl og fer úthlutun fram þann 18. apríl.