Fréttir

Við minnum á að aðalfundur félagsins verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 17. mars kl. 18:00, í samkomusal BSRB (á jarðhæð) að Grettisgötu 89 í Reykjavík.
 
Dagskrá fundar
 
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar FFR 2015 lagðir fram til úrskurðar
3. Tillögur að breytingum á lögum FFR
4. Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir og einn til vara
5. Félagsgjöld fyrir næsta starfsár ákveðin
6. Önnur mál
 
 
Boðið verður upp á léttar veitingar og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna!
  
Kæru félagsmenn, nú er ekki nema rétt rúm vika í aðalfund Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og því ekki úr vegi að minna félagsmenn á að færa hann inn á dagatalið.
 
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 17. mars kl. 18:00, í samkomusal BSRB á jarðhæð að Grettisgötu 89 í Reykjavík.
 
Dagskrá fundar
 
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar FFR 2015 lagðir fram til úrskurðar
3. Tillögur að breytingum á lögum FFR
4. Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir og einn til vara
5. Félagsgjöld fyrir næsta starfsár ákveðin
6. Önnur mál
 
 
Boðið verður upp á léttar veitingar og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna!

BSRB, ASÍ, BHM, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa bjóða til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars klukkan 11:45 á Grand hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Yfirskrift fundarins er „Örugg í vinnunni? – Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum“.

Félagsmenn FFR eru eindregið hvattir til þess að taka þátt.

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2016

Íbúð félagsins á Akureyri er laus núna um helgina. Upplagt að skella sér norður á skíði í vetrarfríinu. Sótt er um á orlofsvef félagsins.

Félagsmenn athugið, nýting orlofshúsa félagsins er heldur lítil fram að sumarúthlutun. Flestar helgar eru lausar og svo til allir virkir dagar. Þeir sem hafa hug á að nýta sér leigu orlofshúsa fram að sumarúthlutun geta farið inn á orlofssíðu félagsins (http://orlof.is/ffr/site/rent/rent_list.php.) og kannað hvort að þar leynist tímabil sem myndu henta fyrir notalega stund í orlofshúsi FFR. Engir punktar eru teknir fyrir vetrarleigu, gjaldskrá er að finna við hvern orlofskost og vert er að hafa í huga að ,,fyrstur kemur, fyrstur fær".

Jlakort version2