• m9
  • m5
  • m6
  • Mynd1
  • m7
  • m-530
  • m4
  • m1
  • m2
  • m-531
  • m-532
  • m3
  • m8

Föstudagur 19. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Fulltrúar FFR, SFR og LSS sátu í dag fyrsta fund með Isavia ohf og SA varðandi Bókun 1 í gildandi kjarasamningi. 
Nú hafa SGS, LÍV og Samiðn undirritað kjarasamninga við SA og því er tímabært að hefja viðræður við Isavia ohf og SA vegna bókunarinnar. 
Eins og félagsmenn okkar muna án efa segir Bókun 1 að verði almenn hlutfallshækkun launa í aðalkjarasamningum SA við SGS/LÍV/Samiðn umfram 2,75% árið 2015 muni hækkun í okkar samningi skv.2.gr. (2,25% hækkun í launatöflu) aukast um mismuninn á almennri hlutfallshækkun þeirra samninga og 2,75%. Hið sama mun einnig eiga við um almenna hlutfallshækkun launa árið 2016. Þ.e. að þær hækkanir sem samningar SGS/LÍV/Samiðn færa þeirra félagsmönnum skulu einnig koma til okkar félagsmanna að frádregnum 0,5%. 
Áhugasamir geta nálgast umrædda nýundirritaða kjarasamninga á veraldarvefnum vilji þeir kynna sér þá nánar.
Næsti fundur vegna bókunarinnar verður strax í byrjun næstu viku og komum við boðum til félagsmanna um leið og niðurstaða liggur fyrir.