12. apr 2017

Rafræn atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings FFR og SA/Isavia ohf. 2017

 
Kæru félagsmenn,
 
Nú er öllum kynningarfundum um nýjan kjarasamning FFR og SA/Isavia ohf. 2017 lokið.
 
Félagsmenn sóttu fundina vel og má því ætla að margir hafi þegar gert upp hug sinn.
 
Opnað hefur verið fyrir rafræna atkvæðagreiðslu og allir félagsmenn hafa fengið tölvupóst þess efnis. 
 
Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt frá kl. 16.00 miðvikudaginn 12. apríl 2017 og henni lýkur kl. 12.00, þann 24. apríl 2017.
 
 
Mjög mikilvægt er að allir félagsmenn taki afstöðu til samningsins. 
 
Bestu kveðjur,
Stjórn og Aldís