Fréttir

Nýr kjarasamningur á milli FFR og Samtaka atvinnlífsins vegna Isavia ohf. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á miðnætti.

 


Nýr kjarasamningur FFR við SA/Isavia var undirritaður þann 3. mars 2023. 

 Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 08:00 miðvikudaginn 8. mars 2023 og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 12. mars 2023. Niðurstöður atkvæðagreiðslu verða kynntar á hádegi mánudaginn 13. mars 2023.

 Samninganefnd FFR heldur eftirfarandi kynningarfundi um samninginn fyrir félagsmenn:

 

Mánudagur 6. mars kl. 11:00 hjá flugvallarþjónustu á Keflavíkurflugvelli (í þjónustuhúsi 2. hæð).

Mánudagur 6. mars kl. 16:30 í flugstöð Leifs Eiríkssonar (Eiríksstaðir).

Mánudagur 6. mars kl. 19:30 í húsi BSRB Grettisgötu 89, 105 Reykjavík (salur á 1. hæð inn af matsal).

Þriðjudagur 7. mars kl. 09:30 á Egilsstöðum.

Þriðjudagur 7. mars kl. 16:00 á Akureyri.

Báða dagana verða haldnir símafundir með félagsmönnum á landsbyggðinni og biðjum við áhugasama um að senda okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við ákveðum tímasetningar símafunda í sameiningu.

  

Bestu kveðjur,

Samninganefnd FFR

Ótímabundið yfirvinnubann er því hér með boðað kl.16:00 föstudaginn 3. mars hjá félagsmönnum FFR sem vinna hjá Isavia ohf. og dótturfélögum þess.

 Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Atkvæðagreiðsla um ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf.

Nú hefur samninganefnd félagsins reynt að ná samningum við SA/Isavia án árangurs. Á félagsfundi sem haldinn var hinn 17.2.2023 kom í ljós einhuga skoðun félagsmanna að reyna með aðgerðum að ná fram okkar kröfum. Því leggjum við í ykkar hendur kosningu um ótímabundið yfirvinnubann (tekur ekki til fastrar yfirvinnu hvort sem hún er unnin eða óunnin) allra félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. sem tekur gildi þann 3.3.2023. Tillaga um yfirvinnubann þetta er lögð fram í samræmi við 14., 15. og 16. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

Atkvæðagreiðsla um yfirvinnubann verður haldin með rafrænu fyrirkomulagi og stendur kosning yfir frá klukkan 12:00 þann 21.2.2023 til klukkan 23:59 þann 23.2.2023.

Kæru félagsmenn,
 
Áríðandi félagsfundur í kvöld kl.18:00 á Park-Inn í Listasal (Hafnargata 57, 230 Reykjanesbær). Léttar veitingar í boði.

Kveðja,
Samninganefnd FFR

Kæru félagsmenn,

 

Kjaraviðræðum okkar við SA/Isavia hefur því miður ekki miðað neitt áfram eftir 6 fundi og höfum við því vísað deilunni til Ríkissáttasemjara frá og með deginum í dag. Eins og við nefndum fyrir jól höfum við eingöngu verið að ræða vinnutímastyttinguna og þá í samhengi við þá vinnuskyldu sem SA/Isavia hefur samið við stóran hóp okkar samstarfsfélaga.

 

Við viljum því boða til upplýsingafundar þar sem við getum farið yfir stöðuna. Fundurinn verður haldinn á Réttinum kl. 18 þann 13. janúar (Hafnargata 90, 230 Reykjanesbær, gengið inn baka til). Við munum svo upplýsa trúnaðarmenn á landsbyggðinni um stöðuna.

 

Samninganefnd FFR er afskaplega vonsvikin með stöðuna. Við höfum verið eins

lausnamiðuð og samvinnufús og hægt er en ekki fundið neinn raunverulegan áhuga frá samninganefnd SA/Isavia til þess að ræða styttinguna af einhverri alvöru.

 

Kveðja,

Samninganefnd FFR