Fréttir

|

Framkvæmdastjóri FFR lætur af störfum

Kristján Jóhannsson fyrrum formaður og framkvæmdastjóri FFR hefur látið af störfum.

Ný stjórn FFR tók við á síðasta aðalfundi þann 30. apríl 2015 og þakkar hún Kristjáni störf hans í þágu félagsins.

Stjórn FFR vinnur um þessar mundir að því að skipuleggja starfsemi félagsins í þágu félagsmanna og birtir fréttir á heimasíðu félagsins jafnóðum.

Allri þjónustu við félagsmenn verður sinnt á meðan skipulagsbreytingar standa yfir og eru félagsmenn hvattir til þess að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Búast má við því að opnunartími skrifstofu félagsins verði að einhverju leyti stopull næstu daga og ef erindið er mjög brýnt er unnt að ná í Helga Birki Þórisson formann í síma 690-9908.   

Athygli er vakin á því að þeim sem vilja ná sambandi við Kristján vegna mála sem ekki tengjast félaginu er bent á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  

 

F.h. stjórnar FFR,

Bára Yngvadóttir ritari

|

Laust í Munaðarnesi og Akureyri um helgina!

Helgin laus í Munaðrnesi og á Akureyri um næstu helgi!

13.000 krónur fyrir helgina. Engir punktar!!

Bókið á vefnum!

|

Hægt að bóka lausar vikur!

Nokkrar vikur eru lausar í húsum félagsins í sumar.

Fyrstur kemur fyrstur fær!

Skoðið og bókið á orlofsvefnum eða hafið samband við skrifstofu FFR.

|

Ný stjórn FFR

Helgi Birkir

Helgi Birkir Þórisson er nýr formaður FFR.

Stjórnarskipti urðu á aðalfundi félagsins s.l.fimmtudag.

Helgi er aðstoðarvarðstjóri í Eftirlitsdeild flugverndargæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Aðrir í stjórn eru:

Arna Ómarssdóttir, varaformaður. Starfsmaður Samgöngustofu.

Skarphéðinn Njálsson, gjaldkeri. Flugvallarþjónusta Keflavík.

Bára Yngvadóttir, ritari. Verkefnastjóri í flugstjórnarmiðstöð.

Jökull Sigurjónsson, meðstjórnandi.  Flugöryggisvörður í Keflavík.

Í varastjórn eru:
Friðrik Friðriksson, Flugöryggisvörður í Keflavík 

Inga Rún Káradóttir, Fjárreiðudeild Reykjavík

Gunnlaugur Höskuldsson, Akureyrarflugvelli.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins sendir félögum sínum um land allt kveðjur á frídegi verkalýðsins 1. maí 2015!

FFR sendir systurfélögum sínum í BSRB og öllum þeim verkalýðsfélögum sem eru með lausa saminga og standa í átökum við að ná fram sanngjörnum kröfum sínum baráttukveðjur. 

 

|

Aðalfundur FFR 2015

Aðalfundur FFR fer fram fimmtudaginn 30.apríl kl. 17.00. Fundurinn verður á Icelandair Hotel Keflavík að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ.

Dagskrá fundarins eru hefðbundinn aðalfundarstörf. (Sjá nánar auglýst á kaffistofum)

Boðið verður upp á veitingar.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.