Fréttir

Í morgun voru haldnir starfsmannafundir á öllum starfsstöðvum Isavia þar sem kynntar voru aðgerðir Isavia til þess að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi. 

Eins og alkunna er þrengir að rekstri Keflavíkurflugvallar nú um mundir og dregið hefur verulega úr farþegafjölda sem um hann fer. Af þessum sökum sér Isavia sér ekki fært annað núna en að fækka og/eða breyta stöðugildum nokkurra starfsstöðva sem undanfarin misseri hafa vaxið ört. Breytingarnar hafa áhrif á 34 starfsmenn Isavia. Samhliða er unnið að breytingum á vaktakerfum til þess að laga þau betur að breyttum álagstímum flugstöðvarinnar.  

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins harmar mjög þessar aðstæður og sérstaklega tíðindin af atvinumissi félagsmanna okkar og annarra stéttarfélaga.

Við viljum hvetja félagsmenn okkar sem breytingarnar hafa áhrif á að hafa samband við félagið og kynna sér þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér hjá félaginu og nýta sér þá ráðgjöf sem Isavia hefur boðið þeim.

Stjórn FFR

Kæru félagsmenn,

það eru góðar fréttir frá Tenerife sem við færum ykkur í dag. Framkvæmdum er að mestu lokið og íbúðin alveg að verða tilbúin fyrir fyrstu gestina. Verktakar eiga einhver smáatriði eftir og nú er verið að kaupa síðustu innanstokksmunina en íbúðin er vel íbúðarhæf á þessu stigi málsins. Hún er hin glæsilegasta og við hlökkum mikið til að heyra frá gestunum hvernig þeim líkar dvölin. Fyrstu gestirnir eru væntanlegir eftir tvær vikur og við vonum innilega að við verðum komin með nettengingu þá. Nettengingin ætlar að reynast okkur fjötur um fót en hún veltur á því að spænskir bankamenn samþykki að stofna bankareikning í nafni FFR og það ætlar að reynast snúið. Við látum ykkur vita um leið og málið verður í höfn en þið megið gjarnan búa ykkur undir að íbúðin bjóði ekki upp á nettengingu og kannið endilega stöðu ykkar með netnotkun erlendis á ykkar tækjum áður en þið farið út. 

Við vorum að setja inn nýjar myndir á facebook síðu félagsins fyrir áhugasama Félag flugmálastarfsmanna ríkisins.

Sumarleigan fer vel af stað og allmargar vikur þegar farnar en eitthvað er enn í boði svo við hvetjum ykkur til þess að kíkja endilega á orlofsvefinn og kanna hvort þið getið nýtt ykkur einhverjar lausar vikur á orlofstímanum í sumar. Nú ef þið finnið ekki heppilegar vikur á þeim tíma hefur nú þegar verið opnað á vetrarleiguna og talsvert eftir af spennandi vikum vilji menn komast í smá vetrarsól og slökun á eyjunni góðu.

Endilega hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar. 

Hlýjar Tenerife kveðjur,

Stjórnin

 

Kæru félagsmenn,

Fimmtudaginn 18. apríl klukkan 12:00 opnum við fyrir sumarleigu nýju íbúðar félagsins á Tenerife. Um leið opnum við einnig á vetrarleiguna og hefjum forúthlutun jóla/áramóta og páska.

Opin sumar- og vetrarleiga merkir að reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir. Þú skráir þig inn á orlofssíðu félagsins, finnur þér laust heppilegt tímabil og bókar (LAUS TÍMABIL). Við bókun hefur þú svo sólarhring til þess að greiða leiguna. Að sólarhring liðnum verður umsókn eytt nema hún hafi verið greidd. 

Félagið hefur þá reglu að endurgreiða ekki leigu sem hefur verið greidd. Ef hætta þarf við ferðaplön t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag.

Athugið að áfram verður íbúðin leigð frá miðvikudegi til miðvikudags og yfir sumartíma er íbúðin leigð í tvær vikur í senn. Yfir vetrartíma hafa félagsmenn val um eina eða tvær vikur í senn í leigu. Leiguverð er alltaf 35.000 kr. vikan auk þrifagjalds sem félagsmaður greiðir sjálfur á Tenerife. Leiga kostar 36 punkta yfir sumartíma, jól/áramót og páska en engir punktar eru teknir fyrir opna vetrarleigu.

Kæru félagsmenn, þá er forúthlutun orlofshúsa FFR á Íslandi lokið fyrir sumarið og nú hafa menn frest í eina viku til að festa sér orlofshúsin með greiðslu. Endilega hugið að því svo að þið missið ekki af kostunum ykkar. Að þeim fresti loknum verður opnað fyrir leigu og fyrstur kemur fyrstur fær reglan tekur yfir. Um þessar mundir erum við að undirbúa húsin fyrir sumartímabilið og fjárfesta í endurnýjun húsgagna eins og þörf var á. Kominn er nýr svefnsófi bæði í Munaðarnes og á Akureyri. Einnig nýir borðstofustólar í Munaðarnes og eitthvað annað smálegt.

Enn er opið fyrir umsóknir í forúthlutun á íbúð félagsins á Tenerife fyrir sumarið og útlit eitthvað að glæðast með flugferðaúrval Íslendinga suður á bóginn á næstunni. Hægt verður að setja inn umsóknir fyrir forúthlutun út fimmtudaginn 11. apríl ef þið viljið besta möguleikann á því að krækja í dvöl í íbúðinni á sumarorlofstímanum. Við fengum myndir af íbúðinni í dag og það var ánægjulegt að sjá hversu vel framkvæmdir eru á veg komnar. Setjum nokkrar myndir með fyrir áhugasama!

Í desember síðastliðnum festi félagið kaup á íbúð á Costa Adeje svæðinu á Tenerife.

Íbúðin er 75,1 mað viðbættum 13,2 m2 svölum og 32 m2 stæði/geymslu í bílakjallara. 

Svefnpláss er fyrir 6 fullorðna í tveimur svefnherbergjum og á stórum svefnsófa í stofu. Í íbúðinni eru tvö baðherbergi með sturtu og fullbúið eldhús. Ekkert gasgrill fylgir eigninni og þau eru ekki leyfð í íbúðakjarnanum. Tvær útisundlaugar eru í sameigninni. 

Félagsmönnum er bent á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2019.

Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef félagsins og velja flipann UMSÓKN SUMAR.

Hægt er að setja inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.

Leigutími er mánudagur til mánudags.

Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl.