• m9
 • m2
 • m5
 • m8
 • m3
 • m1
 • m4
 • m-532
 • m-530
 • Mynd1
 • m7
 • m-531
 • m6

Mánudagur 18. október 2021


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Kæru félagsmenn,

það eru góðar fréttir frá Tenerife sem við færum ykkur í dag. Framkvæmdum er að mestu lokið og íbúðin alveg að verða tilbúin fyrir fyrstu gestina. Verktakar eiga einhver smáatriði eftir og nú er verið að kaupa síðustu innanstokksmunina en íbúðin er vel íbúðarhæf á þessu stigi málsins. Hún er hin glæsilegasta og við hlökkum mikið til að heyra frá gestunum hvernig þeim líkar dvölin. Fyrstu gestirnir eru væntanlegir eftir tvær vikur og við vonum innilega að við verðum komin með nettengingu þá. Nettengingin ætlar að reynast okkur fjötur um fót en hún veltur á því að spænskir bankamenn samþykki að stofna bankareikning í nafni FFR og það ætlar að reynast snúið. Við látum ykkur vita um leið og málið verður í höfn en þið megið gjarnan búa ykkur undir að íbúðin bjóði ekki upp á nettengingu og kannið endilega stöðu ykkar með netnotkun erlendis á ykkar tækjum áður en þið farið út. 

Við vorum að setja inn nýjar myndir á facebook síðu félagsins fyrir áhugasama Félag flugmálastarfsmanna ríkisins.

Sumarleigan fer vel af stað og allmargar vikur þegar farnar en eitthvað er enn í boði svo við hvetjum ykkur til þess að kíkja endilega á orlofsvefinn og kanna hvort þið getið nýtt ykkur einhverjar lausar vikur á orlofstímanum í sumar. Nú ef þið finnið ekki heppilegar vikur á þeim tíma hefur nú þegar verið opnað á vetrarleiguna og talsvert eftir af spennandi vikum vilji menn komast í smá vetrarsól og slökun á eyjunni góðu.

Endilega hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar. 

Hlýjar Tenerife kveðjur,

Stjórnin