• m1
 • m9
 • Mynd1
 • m5
 • m-530
 • m8
 • m3
 • m-531
 • m2
 • m-532
 • m6
 • m4
 • m7

Mánudagur 21. júní 2021


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Midasala

Nú er forúthlutun orlofshúsa félagsins lokið fyrir sumarið 2018. Enn eru margar vikur lausar og opið er nú fyrir bókanir í húsin á orlofsvefnum okkar http://orlof.is/ffr/. Endilega kíkið á vefinn og athugið hvort þið getið nýtt ykkur þau tímabil í húsunum sem eru enn laus, reglan fyrstur kemur - fyrstur fær gildir núna þegar forúthlutun er lokið og við minnum á að verðið hefur haldist óbreytt í fjöldamörg ár og því líklega einna hagstæðustu kjör orlofshúsakosta að finna hjá okkur. Í júní eru tvær vikur lausar bæði í Heiðarbæ og Tjarnarlundi. Í júlí er ein vika laus bæði í Heiðarbæ og Tjarnarlundi. Í águst eru þrjár vikur lausar í Heiðarbæ, ein vika í Munaðarnesi og tvær í Tjarnarlundi. Við viljum enn fremur vekja athygli félagsmanna okkar á því að við bjóðum einnig upp á gríðarlega hagstæð kjör á hótelmiðum, miðum í Hvalfjarðargöng, útilegukortið og veiðikortið. FFR niðurgreiðir miðana talsvert fyrir félagsmenn og því ættu sem flestir að skoða þessa kosti.