Góð sala hefur verið á miðum í Hvalfjarðargöng síðustu vikurnar. Félagsmönnum býðst að kaupa eina blokk á ári með tíu miðum á kr. 4000.-
Félagið býður einnig upp á fjölda annara tilboða m.a. Veiðikortið, Sund og safnakortið, Útilegukortið og Golfkortið.
Einnig eru tilboð á hótelgistingum á Eddu hótelunum, Fosshótelunum sem eru staðsett vísvegar um landið og Hótel Keflavík.
Salan fer fram á orlofssiðu félagsins en smella má á flipa á heimasíðunni til að komast inn á hana.