Stjórn FFR samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að samninganefnd í komandi kjaraviðræðum við isaiva ohf verði sameiginleg með SFR.
Við gerð síðasta kjarasamnings 2011 var sá háttur hafður á og þótti samstarfið takast vel og var m.a. byggt á þeirri reynslu við þessa ákvörðun. Nú verður vinna við mótun kröfugerðar einnig unnin sameiginlega.
Sú vinna er hafin og miðar vel. Trúnaðarmenn flugöryggisvarða hittust í morgun á fundi með hluta samninganefndarinnar á vinnufundi.
Stefn er að því að mótun kröfugerðar verði tilbúin um miðjan nóvember n.k.