Stjórn FFR hefur samþykkt að tefla fram sameiginlegri samninganefnd með SFR og LSS, Landsambandi slökkviliðs-og sjúkrafluttningamanna í komandi kjaraviðræðum við Isavia ohf/SA. Áður hafði verið samþykkt að vinna með SFR í samningunum. Vinna við mótun kröfugerðar er í fullum gangi og reiknað er með að skrifað verði undir viðræðuáætlun fyrir lok mánaðar og að samingaviðræður hefjist fljótlega eftir það.