• Mynd1
  • m8
  • m1
  • m-530
  • m-531
  • m4
  • m7
  • m3
  • m6
  • m9
  • m2
  • m-532
  • m5

Laugardagur 20. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Undanfarna mánuði hefur stjórn FFR átt í viðræðum við SFR um samning varðandi sameiginlegan rekstur og þjónustu félaganna.
Fulltrúar stjórna beggja félaganna hafa unnið að samningsgerðinni og drögin samþykkt af stjórn með fyrirvara. Drögin verða kynnt á næstu dögum og vikum félagsmönnum FFR og SFR.

Samkvæmt samningnum verður til sérstakt svið innan SFR sem nefnt verður
Svið Flugstarfsmanna. Starfsmaður FFR verður ráðinn sem sérstakur sviðsstjóri sviðsins og fer meðal annars með málefni starfsmanna hjá Isavia.

Gildistími samningsins verður 6 ár og geta þá skilist leiðir eða ný ákvörðun um samvinnu tekin.

FFR verður áfram starfandi sem fagfélag inna SFR.

Félagsmenn FFR verða við breytinguna félagsmenn SFR og munu strax öðlast full réttindi í sjóðum SFR og hafa aðgang að sviðsstjóra Sviðs Flugstarfsmanna sem og allri annarri þjónustu SFR.

Formaður FFR mun setjast í stjórn SFR.

Fulltrúar FFR munu eiga aðkomu að öðrum stjórnum, ráðum og nefndum SFR.

Á næstu dögum er boðað til fundar með félagsmönnum þar sem samkomulagið er kynnt nánar.

Aðrar upplýsingar

Samkvæmt þjónustuviðmiðum BSRB ber aðildarfélögum þess að halda úti þjónustu við sína félagsmenn, reka skrifstofu og halda úti sjóðakerfi. Ein sér eða í samstarfi við önnur félög.

FFR hefur verið þátttakandi í Styrktar og sjúkrasjóði BSRB sem er öflugur sjóður.
Starfsmenntasjóður BSRB sem FFR er þáttakandi í stendur mjög höllum fæti.
Orlofssjóður FFR á tvær eignir og rekur eina til viðbótar.
FFR hefur ekki rekið vinnudeilusjóð.

Ljóst má vera að aðgangur félagsmanna að sjóðum mun styrkjast vel.