Sumarhús félagsins í Munaðarnesi er að fara í töluverða endurnýjun á næstu dögum og verður klár fyrir sumarið. Nýtt eldhús, baðherbergi og stækkun á alrými er meðal helstu verkefna. Þá verður útgengt á sólpall frá baðherbergi. Fækkað verður um eitt svefnherbergi en stefnt er að því að hafa a.m.k. svefnaðstöðu fyrir jafn marga áfram með dýnum til heyrandi.
Í íbúðina á Akureyri hefur verið sett uppþvottavél og stefnt er að því fyrir sumarið að skipta um húsgögn í stofunni og koju í aukaherbergi.