Undirbúningur að gerð nýs kjarasamning er hafin á skrifsstofu FFR og mun stjórn og trúnaðarmenn funda á morgun að Grettisgötu 89 í Reykjavík.
Á fundinum verður farið yfir stöðuna á vinnumarkaði og hvers má vænta í komandi kjaraviðræðum.
Einnig er ætlunin að hefja vinnu við kröfugerð félagsins.
Trúnaðarmenn félagsins gegna veigamiklu hlutverki við mótun kröfugerðarinnar.
Í haust mun svo formaður FFR heimsækja vinnustaði áður en kröfugerð verður lögð fram og viðræður hefjast.