Félagsmálaskóli alþýðu heldur námskeið fyrir trúnaðarmenn og eru allir trúnaðarmenn hvattir til þess að sækja þessi námskeið sem eru þeim að kostnaðarlausu. Trúnaðarmaður sækir um leyfi frá störfum vegna félagsstarfa til síns yfirmanns ef námskeiðið fer fram á þeim tíma sem hann hefur vinnuskyldu.
Handbók trúnaðarmanna. Á vef félagsmálaskóla alþýðu er að finna handbók trúnaðarmanna. Þar er fjallað um trúnaðarmanninn - starf og stöðu; stéttarfélagið - gögn og erindi; kjarasamninga og kauptaxta; réttindi launafólks; vinnuvernd; samskipti á vinnustað; hagfræði og launafólk; tryggingar; vinnustaðastarf og BSRB.