• m-531
  • m7
  • m6
  • m-530
  • Mynd1
  • m5
  • m4
  • m2
  • m-532
  • m3
  • m1
  • m9
  • m8

Föstudagur 19. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Félögin vilja minna á að langflestir starfsmenn Isavia eiga það sameiginlegt að hafa verið starfsmenn íslenska ríkisins þar til Isavia ohf. var stofnað utanum reksturinn. Vart þarf að benda á að hámarksaldur starfsmanna ríkisins er 70 ára og því hafa starfsmenn Isavia haft réttmætar væntingar til að starfa til þess aldurs óski þeir þess. Félögin líta á þvinguð starfslok þeirra starfsmanna sem orðnir eru 67 ára sem stjórnvaldsaðgerð. FFR og SFR gera því kröfu um að stjórnvöld stigi fram og dragi til baka þessa ákvörðun um skertar atvinnuheimildir eldri starfsmanna ríkisfyrirtækja.

Yfirlýsing FFR og SFR vegna 67 ára reglu Isavia í tengslum við gerð kjarasamninga í júní 2011

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu harma að í gerð kjarasamninga við Isavia, hafi ekki náðst samkomulag um breytingar á starfslokareglum Isavia. Umræddar reglur kveða á um að starfsmenn skuli láta af störfum við lok þess mánaðar er þeir ná 67 ára aldri. Reglan hefur mætt mikilli andstöðu meðal starfsmanna Isavia og hafa stéttarfélögin mótmælt henni frá upphafi.

FFR og SFR minna á að langflestir starfsmanna Isavia eiga það sameiginlegt að hafa verið starfsmenn íslenska ríkisins þar til Isavia ohf. var stofnað utanum reksturinn. Samkvæmt 5. grein laga um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar (153/2009) er kveðið á um að nýtt félag (Isavia) taki yfir öll réttindi og allar skuldbindingar yfirteknu félaganna. Vart þarf að benda á að hámarksaldur starfsmanna ríkisins er 70 ára og hafa því starfsmenn Isavia haft réttmætar væntingar til að starfa til þess aldurs óski þeir þess.

FFR og SFR benda á að í skýrslu fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013, sem lögð var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi árið 2009, segir í Leiðarljósi aðhaldsaðgerða á bls. 39: „Við lækkun á launakostnaði ber að leitast við að verja störf eins og kostur er og að skerða ekki lægstu laun heldur breyta fremur fyrirkomulagi sem hefur áhrif á laun þeirra sem hafa hærri laun. Leita skal leiða til að minnka yfirvinnu sem mest má og minnka starfshlutfall í stað uppsagna. Starfsfólki sem öðlast hafa réttindi til töku lífeyris skal boðið uppá sveigjanleg starfslok“.

Ennfremur vilja FFR og SFR taka sérstaklega fram að félögin líta á þvinguð starfslok þeirra starfsmanna sem orðnir eru 67 ára sem stjórnvaldsaðgerð. Þessu til rökstuðnings benda félögin á það að forsætisráðuneytið beitti sér með beinum hætti fyrir launalækkun stjórnenda stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins. Stjórn Isavia starfar í umboði fjármálaráðherra sem handhafa eigendavaldsins, og ákvarðanir stjórnarinnar hljóta því að vera í umboði hans. FFR og SFR gera því kröfu um að stjórnvöld stigi fram og dragi til baka þessa ákvörðun um skertar atvinnuheimildir eldri starfsmanna ríkisfyrirtækja.

Fjármála- og innanríkisráðherrum hefur verið sent bréf þessa efnis.