• m-531
  • m-530
  • m-532
  • m7
  • m2
  • m8
  • m1
  • m9
  • Mynd1
  • m5
  • m6
  • m4
  • m3

Föstudagur 26. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Oftar en ekki er notast við einhverja launatöflu sem starfsmaðurinn hefur tekið laun eftir og viðkomandi stéttarfélag vann að og gerði fyrir viðkomandi starfsstétt.

Stundum er einhverri yfirvinnu bætt ofan á launin við gerð fastlaunasamnings og svo bílastyrkur upp á kanski 160 km á ári.

Einn ógeðfelldari fylgifiskur fastlaunasamninga er sú krafa viðkomandi fyrirtækis að launamaðurinn, fastlaunagreiddi segi sig úr sínu stéttarfélagi og verði utan félaga.

Þá má spyrja hvað er launamaðurinn að græða og hverju er hann að tapa á þessum gjörningi?

Það er merkileg staðreynd að aldrei hefur starfsmaður komið með fyrirhugaðan fastlaunasamning til Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og beðið um álit á honum.

Þetta virðist renna hægt og hljótt í gegnum viðræðuferli og undirskrift og þess gætt í hvívetna að enginn utanaðkomandi fái að segja álit sitt á þeim gjörningi.

Vissulega hefur einhverjum stéttarfélögum tekist að koma inn í kjarasamninga ákvæði um að launamaðurinn sé heimilt að láta félag sitt lesa yfir fastlaunasamning.

En ekki hefur reynt á það í tilfelli míns félags.

Fastlaunasamningur er ekkert ósvipaður kaupmála á milli hjóna að því leiti að hann er ágætur á meðan gagnkvæm hjónasælan leikur um sambandið.

Hætt er við því að heldur fari að kólna á bekkum geri langvarandi útsynning á milli sambandsaðila með súld og drunga.

Við úrsögn úr stéttarfélagi missa menn sitt bakland sem stéttarfélagið er en oft er það við mótbárur og misklíð á vinnustað sem menn geta leitað til síns stéttarfélags og fengið aðstoð.


Ekki nóg með það. Við úrsögn launamanns úr stéttarfélagi hættir launagreiðandi að borga í sjúkrasjóð. Ekkert er greitt í orlofssjóð eða starfsmenntasjóð og það sem kanski meira er hafi verið greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þar sem mótframlag atvinnurekenda er hærra heldur en í almennu sjóðunum glatast þar réttindi við úrsögn úr stéttarfélagi.

Það getur verið kalt á toppnum og séu menn í það góðri stöðu að sjóðir stéttarfélaga skipta þá ekki lengur neinu máli mega menn vel við una og launagreiðsla að vera í samræmi við þann missi.

Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki á móti því að gerðir séu fastlaunasamningar við starfsmenn fyrirtækja . Á meðan að réttindi og sjállfsögð mannréttindi launþegans eru virt.

Skýrt þarf að vera í slíkum samningum hvaða hækkanir eru á launum og réttur launamanns þarf að vera skýr.

Helsti styrkur launamanns er að eiga bakland í formi stéttarfélags sem viðkomandi getur leitað til í leik og starfi.

Flest öll stéttarfélög veita félagsmönnum sínum aðstoð og þjónustu á borð við sjúkrasjóð og orlofssjóð auk þess að geta verið stuðpúði á milli launamanns og atvinnurekenda komi upp misklíð á milli manna.

Því er það mikilvægt að launamenn gefi ekki eftir rétt sinn til að halda áfram að greiða í stéttarfélag jafnvel þótt að launagreiðindi vilji gera vel við viðkomandi og hækka hjá honum launin í formi fastlaunasamnings.

Spurningin sem eftir stendur er: Gera atvinnurekendur þá kröfu á hendur launamanns að hann segi sig úr stéttarfélagi við gerð fastlaunasamnings og hver er ástæðan?

Kristján Jóhannsson