• m3
 • m6
 • m5
 • Mynd1
 • m1
 • m9
 • m-530
 • m8
 • m-532
 • m2
 • m4
 • m7
 • m-531

Föstudagur 19. apríl 2019


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Midasala

Fréttir

Kæru félagsmenn,

Fimmtudaginn 18. apríl klukkan 12:00 opnum við fyrir sumarleigu nýju íbúðar félagsins á Tenerife. Um leið opnum við einnig á vetrarleiguna og hefjum forúthlutun jóla/áramóta og páska.

Opin sumar- og vetrarleiga merkir að reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir. Þú skráir þig inn á orlofssíðu félagsins, finnur þér laust heppilegt tímabil og bókar (LAUS TÍMABIL). Við bókun hefur þú svo sólarhring til þess að greiða leiguna. Að sólarhring liðnum verður umsókn eytt nema hún hafi verið greidd. 

Félagið hefur þá reglu að endurgreiða ekki leigu sem hefur verið greidd. Ef hætta þarf við ferðaplön t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag.

Athugið að áfram verður íbúðin leigð frá miðvikudegi til miðvikudags og yfir sumartíma er íbúðin leigð í tvær vikur í senn. Yfir vetrartíma hafa félagsmenn val um eina eða tvær vikur í senn í leigu. Leiguverð er alltaf 35.000 kr. vikan auk þrifagjalds sem félagsmaður greiðir sjálfur á Tenerife. Leiga kostar 36 punkta yfir sumartíma, jól/áramót og páska en engir punktar eru teknir fyrir opna vetrarleigu.

Kæru félagsmenn, þá er forúthlutun orlofshúsa FFR á Íslandi lokið fyrir sumarið og nú hafa menn frest í eina viku til að festa sér orlofshúsin með greiðslu. Endilega hugið að því svo að þið missið ekki af kostunum ykkar. Að þeim fresti loknum verður opnað fyrir leigu og fyrstur kemur fyrstur fær reglan tekur yfir. Um þessar mundir erum við að undirbúa húsin fyrir sumartímabilið og fjárfesta í endurnýjun húsgagna eins og þörf var á. Kominn er nýr svefnsófi bæði í Munaðarnes og á Akureyri. Einnig nýir borðstofustólar í Munaðarnes og eitthvað annað smálegt.

Enn er opið fyrir umsóknir í forúthlutun á íbúð félagsins á Tenerife fyrir sumarið og útlit eitthvað að glæðast með flugferðaúrval Íslendinga suður á bóginn á næstunni. Hægt verður að setja inn umsóknir fyrir forúthlutun út fimmtudaginn 11. apríl ef þið viljið besta möguleikann á því að krækja í dvöl í íbúðinni á sumarorlofstímanum. Við fengum myndir af íbúðinni í dag og það var ánægjulegt að sjá hversu vel framkvæmdir eru á veg komnar. Setjum nokkrar myndir með fyrir áhugasama!

Í desember síðastliðnum festi félagið kaup á íbúð á Costa Adeje svæðinu á Tenerife.

Íbúðin er 75,1 mað viðbættum 13,2 m2 svölum og 32 m2 stæði/geymslu í bílakjallara. 

Svefnpláss er fyrir 6 fullorðna í tveimur svefnherbergjum og á stórum svefnsófa í stofu. Í íbúðinni eru tvö baðherbergi með sturtu og fullbúið eldhús. Ekkert gasgrill fylgir eigninni og þau eru ekki leyfð í íbúðakjarnanum. Tvær útisundlaugar eru í sameigninni.