• m8
  • m3
  • m4
  • m6
  • m9
  • m-530
  • m-532
  • Mynd1
  • m5
  • m2
  • m-531
  • m7
  • m1

Mánudagur 29. maí 2023


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

ffr sumargladningur

skolastyrkur

Fréttir

Félagsmenn FFR sem eru sumarstarfsmenn hjá Isavia geta sótt um styrk fyrir skólagjöldum. Styrkurinn er að hámarki 30.000 kr. og nemur styrkur aldrei hærri upphæð en útlagður kostnaður. Rafræn umsókn þarf að berast félaginu fyrir 1. september og þarf kvittun fyrir útlögðum kostnaði að fylgja með.

Styrkir verða greiddir út fyrir lok september 2023. Félagið áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum ef þær uppfylla ekki ofangreind skilyrði.

Félagsmenn FFR geta sumarið 2023 sótt aftur um niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2023 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu). Félagsmenn geta þannig sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og Ferðaávísun eða útilegukortið krefjast. Athugið að útilegukortið verður EKKI selt á vegum félagsins þar sem sumarglaðningurinn kemur í þess stað. Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2023 (tímabilið 15. maí - 30. september 2023).

FFR veitir félagsmönnum sínum sem starfa við sumarafleysingar hjá Isavia skólastyrk allt að 30.000 krónum fyrir nám sem hefst að hausti eftir að sumarstarfi lýkur. Styrkurinn nýtist hvort heldur sem er fyrir skólagjöldum í framhaldsskólum eða háskólum.

Ítarlegri upplýsingar varðandi úthlutun styrkja og umsóknarferlið sjálft verða birtar á heimasíðu félagsins fljótlega.