Fréttir

Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 20. júní kl. 17:30.

Fundurinn fer fram í samkomusal á 1. hæð í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundar

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar FFR 2023 lagðir fram til úrskurðar
  3. Kjöri stjórnar og varamanna lýst
  4. Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir og einn til vara
  5. Félagsgjöld fyrir næsta starfsár ákveðin
  6. Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna!

 

Félagsmenn FFR geta sumarið 2024 sótt aftur um niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2024 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu). Félagsmenn geta þannig sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og Ferðaávísun eða útilegukortið krefjast. Athugið að útilegukortið verður EKKI selt á vegum félagsins þar sem sumarglaðningurinn kemur í þess stað. Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2024 (tímabilið 15. maí - 30. september 2024).

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning FFR við SA/Isavia liggja nú fyrir og eru eftirfarandi.
 

Við óskum félagsmönnum til hamingju með nýjan kjarasamning.
Nú stendur yfir kosning um nýjan kjarasamning FFR við SA/Isavia og lýkur henni fimmtudaginn 16. maí kl. 12:00.
Allir félagsmenn hafa fengið sent sms um atkvæðagreiðslu. Allt kynningarefnið um samninginn er aðgengilegt á hlekknum sem fylgir sms skeytinu.
Þeir sem ekki hafa fengið sent sms geta greitt atkvæði á slóðinni flugstarfsmenn.is/kosning
 
Við bendum félagsmönnum á að lesa vandlega allt kynningarefnið áður en atkvæði er nýtt.
 
Bestu kveðjur,
Stjórn FFR
 

Boðað er til kynningarfunda félagsmanna FFR á nýjum kjarasamningi 2024 með eftirfarandi hætti.
Föstudaginn 10. maí
Kl.13:00 í þjónustuhúsi flugvallarþjónustunnar, 2. hæð
Kl.15:00 á Eiríksstöðum, 3. hæð í flugstöð
Kl.17:30 í húsi BSRB á Grettisgötu 89
Laugardaginn 11. maí
Kl.11:00 á Egilsstöðum
Kl.16:00 á Akureyri
Endilega látið félagsfólk vita og ekki hika við að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef ykkur vantar upplýsingar fyrir atkvæðagreiðslu.
Félagsfólk okkar á öðrum stöðum landsins fá kynningarfundi í gegnum síma eftir samkomulagi og í samstarfi við okkur eftir því sem hentar. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst með tíma sem hentar þeim starfsstöðvum.
Við erum enn að vinna í því að skipuleggja rafræna atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og þar sem frídagur í dag setur svolítið strik í reikninginn höfum við fyrirvara um mögulegar breytingar en fyrstu drög segja að rafræn atkvæðagreiðsla hefjist næsta mánudag kl. 16:00 og henni muni ljúka kl. 16:00 næsta fimmtudag. Endanlegt skipulag verður auglýst á morgun og mun einnig liggja klárt fyrir á kynningarfundunum.
Kær kveðja, Samninganefnd FFR

Niðurstöður kosningar um boðun yfirvinnubanns, þjálfunarbanns og tímabundinna og tímasetta vinnustöðvana hjá Isavia