• m-531
  • m7
  • m2
  • m6
  • m5
  • m3
  • m-530
  • m4
  • Mynd1
  • m9
  • m1
  • m8
  • m-532

Laugardagur 27. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Kennt er í Bíldshöfða 18, 2.hæð, milli kl. 13 - 16. Skráning er á heimasíðunni www.vinnueftirlit.is eða í síma 550 4600.

Námskeiðin sem í boði eru:
• Líkamsbeiting við vinnu. 14. sept.
• Öryggismenning á vinnustað. 15. sept.
• Vinna í lokuðu rými. 20. sept.
• Áhættumat fyrir lítil fyrirtæki (starfsmenn 1 til 6). 22. sept.
• Asbest - er það hættulegt? 28. sept.
• Þrýstibúnaður og öryggi. 5. okt.
• Líffræðilegir skaðveldar. 11. okt.
• Einelti á vinnustað - Stefna og viðbragðsáætlun. 12. okt.
• Fallvarnir - vinna í hæð. 13. okt.
• Hávaði og titringur - vandamál á vinnustað? 20. okt.
• Hiti - Kuldi - Raki, vandamál á vinnustað? 25. okt.
• Efnanotkun á vinnustað og efnaáhættumat. 27. okt.
• Eldhús og mötuneyti - hættuleg störf. 1. nóv.
• Rannsóknir vinnuslysa. 17. nóv.


Einnig eru hin skyldubundnu vinnuverndarnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum, haldin einu sinni í mánuði. Þau eru opin öllum sem áhuga hafa á að kynna sér vinnuvernd almennt. Kennsla stendur yfir í tvo daga frá 9 - 16. Námskeiðin í haust verða á eftirfarandi dagsetningum: 7. - 8. sept., 4. - 5. okt., 1. - 2. nóv. og 29. - 30. nóv.

Námskeið í gerð áhættumats starfa eru einnig haldin mánaðarlega en þar fá menn fræðslu og hjálp við að komast af stað með áhættumatsgerðina í fyrirtækinu. Áhættumatsnámskeið verða á eftirfarandi dagsetningum: 13. sept., 18. okt., 8. nóv. og 29. nóv.

Vinnuvélanámskeið - réttindanám (3 dagar, þri. mið. og föst.)
Frumnámskeið réttindanáms á vinnuvélar hefjast svo á eftirfarandi dagsetningum:
13. sept., 11. okt. 15. nóv. og 13. des. en þau standa í þrjá daga hvert.