Kjörstjórn félags flugmálastarfsmanna ríkisins auglýsir nú eftir framboðslistum til stjórnarkjörs FFR árið 2024.
Listum skal skila til kjörstjórnar félagsins eigi síðar en 28. mars 2024 með tölvupósti á netfangið: kjorstjorn@
Athygli félagsmanna er vakin á eftirfarandi greinum í lögum félagsins er varða stjórnarkjör:
III. KAFLI
Stjórn og Aðalfundur
8. grein
Í mars/apríl mánuði annað hvert ár skal kosin stjórn félagsins, 5 menn. Formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi, og þrír menn í varastjórn. Stjórn hafi heimild til að ráða starfsmann. Gerður skal skriflegur ráðningarsamningur við viðkomandi starfsmann.
9. grein
Allsherjar atkvæðagreiðsla skal fara fram um kosningu stjórnar og varastjórnar. Kosningarrétt og kjörgengi við atkvæðagreiðslu hafa allir fullgildir félagsmenn. Aðalfundur kýs þriggja manna kjörstjórn, sem annast kosningu, semur kjörskrá og auglýsir eftir framboðslistum. Listum með uppástungu á mönnum í stjórn og aðrar trúnaðarstöður, skulu fylgja meðmæli a.m.k. 12 félagsmanna. Skrifleg viðurkenning þeirra manna sem í kjöri eru skal jafngilda meðmælum. Á engan lista má taka nöfn manna, sem gefið hafa skriflegt leyfi til þess að nafn þeirra sé sett á annan lista. Komi aðeins fram einn listi og uppástungur ekki fleiri en kjósa á um, þarf kosning ekki að fara fram. Hver listi, sem lagður er fram, verður að vera fullskipaður. Þegar framboðsfrestur er útrunninn og listum hefur verið skilað, skal kjörstjórn auglýsa allsherjar atkvæðagreiðslu og senda þeim félagsmönnum í tæka tíð, sem starfa utan Reykjavíkur, bæði kjörgögn og atkvæðaseðla. Kjörstjórn ákveður frest til að skila atkvæðum. Á kjörseðil skal raða listum eftir þeirri röð, sem þeir berast til kjörstjórnar, sem merkir þá bókstöfum. Kjósandi tjáir vilja sinn með því að krossa við bókstaf eins listans. Kjörstjórn sér um talningu atkvæða að kosningu lokinni og úrskurðar vafaatkvæði. Meðmælendur lista hafa rétt á því að hafa fulltrúa við talningu atkvæða. Úrslit atkvæðagreiðslu skal kjörstjórn aðeins tilkynna á aðalfundi.
Kjörstjórn FFR,
Með kveðju,
Kristján Karl Meekosha