Í dag var undiritað í húsakynnum Ríkissáttasemjara samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Með undirritun samkomulagsins er fyrsta skrefið stigið í átt að samvinnu um bætt vinnubrögð í kjarasamningum eins og BSRB hefur lagt ríka áherslu á.
Aðilar samstarfsins eru Fjármála og efnahagsráðuneytið, ASÍ, BSRB, KÍ, SA og BHM. Ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson stýrir starfi nefndarinnar.