• Mynd1
  • m-532
  • m1
  • m7
  • m8
  • m9
  • m2
  • m6
  • m4
  • m-530
  • m5
  • m-531
  • m3

Þriðjudagur 17. september 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

ffr sumargladningur

Félagsmenn FFR geta sumarið 2024 sótt aftur um niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2024 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu). Félagsmenn geta þannig sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og Ferðaávísun eða útilegukortið krefjast. Athugið að útilegukortið verður EKKI selt á vegum félagsins þar sem sumarglaðningurinn kemur í þess stað. Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2024 (tímabilið 15. maí - 30. september 2024).

Niðurgreiðslan er að hámarki 9.000 kr. per nótt og óháð dagafjölda getur heildarniðurgreiðslan að hámarki náð 63.000 kr. fyrir hvern félagsmann sumarorlofstímabilið 2024.  Sá sem nýtir alla niðurgreiðsluna greiðir 28 punkta af punktainneign sinni í orlofskerfi félagsins (hlutfallslega færri punktar miðað við lægri niðurgreiðslu). Athugið að niðurgreiðsla til félagsmanns getur aldrei orðið hærri en útlagður kostnaður hans. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður kaupir 7 gistinætur á 5.000 kr. nóttina getur niðurgreiðsla frá FFR ekki orðið hærri en 5.000 kr. per nótt (alls 35.000 kr.).

Athugið að sumarglaðningur er einungis ætlaður fastráðnum starfsmönnum. 

FFR gerir kröfu um að kvittun berist félaginu og skal kvittun vera úr bókunarkerfi viðkomandi fyrirtækis og verður ekki veitt undanþága frá því skilyrði.

Kvittun skal undantekningarlaust sýna:

  • Nafn og kennitölu félagsmanns
  • Dagafjölda og tímabil
  • Upphæð

Félagsmenn FFR geta sumarið 2024 sótt aftur um niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2024 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu).

FFR áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum ef þær uppfylla ekki ofangreind skilyrði. Umsóknir skulu berast félaginu rafrænt form á heimasíðu og verða þær afgreiddar í október 2024. Athugið að hverjum félagsmanni er einungis heimilt að senda inn eina umsókn. Framkvæmdin er þannig að félagsmenn safna kvittunum yfir sumarorlofstímabilið og senda síðan inn eina rafræna umsókn hver fyrir allar sínar gistinætur í lok orlofstímabils. Áríðandi er að skanna inn kvittanir og senda þær með sem viðhengi við umsókn. Ekki er hægt að senda umsóknir um niðurgreiðslu á annan hátt en í gegnum þar til gert eyðublað á heimasíðu félagsins. Umsóknir verða ekki yfirfarnar fyrr en í október. Síðasti dagur til þess að senda inn umsókn er 8. október 2024. Engar undanþágur verða veittar eftir þann dag og flipinn fjarlægður af heimasíðu