Fréttir

Fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hafa gert með sér samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Samkomulagið var undirritað þann 18. nóvember 2015 og framlengir það gildandi kjarasamningi aðila frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Undirritað samkomulag er að finna hér á síðu félagsins. Í fellilistanum Kjaramál er valinn liðurinn Kjarasamningar og ber skjalið titilinn Kjarasamningur SGS 2015-2019.

Á heimasíðu félagsins er nú að finna reglur og umsóknareyðublað fyrir Starfsmenntunarsjóð FFR.

Á flipanum Kjaramál velja menn styrkir og endurmenntun (neðsta val) og sjá þá neðst á þeirri síðu sér lið sem ber heitið Starfsmenntunarsjóður FFR. Þar er að finna starfsreglur og umsóknareyðublaðið.

Við minnum félagsmenn á að boðað hefur verið til félagsfundar í Marklandi, Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl. 17:45 í dag miðvikudaginn 30. september.

Það er von okkar að félagsmenn sjái sér fært um að fjölmenna á fundinn.

 

Dagskrá fundar er:

  • 6 mánaða uppgjör FFR
  • Starfsmenntunarsjóður FFR
  • Trúnaðarmenn FFR
  • Önnur mál

 

Stjórn FFR

Boðað er til félagsfundar FFR miðvikudaginn 30. september 2015, kl. 17:45.

Fundurinn verður haldinn í Marklandi, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru félagsmenn hvattir til þess að fjölmenna á fundinn.

 

Dagskrá fundar:

1. 6 mánaða uppgjör FFR

2. Starfsmenntunarsjóður FFR

3. Trúnaðarmenn FFR

4. Önnur mál

 

FFR félagsfundur

 

Nú hafa allir félagsmenn fengið fréttabréf FFR sent í tölvupósti.

Við vekjum athygli félagsmanna okkar á því að boðað verður til félagsfundar í Keflavík þann 30. september nk.

Fréttabréf FFR september 2015

Kæru félagsmenn FFR hjá ISAVIA

Í kjarasamningi félaganna frá apríl í fyrra er bókun er segir að ef launataxtar á almennum markaði hækka árin 2015 og 2016 umfram umsamda launahækkun í kjarasamningi SFR, FFR og LSS skulu félagsmenn okkar njóta þess.

Til samræmis við bókunina hafa SFR, FFR og LSS gengið frá samkomulagi um hækkun launatöflu félagsmanna hjá Isavia fyrir árin 2015 og 2016. Samkomulagið byggir á blandaðri leið krónutölu og prósentuhækkana.

Launatafla verður birt undir kjarasamningum á heimsíðu félagsins. Einnig má nálgast töfluna með því að opna skjal "Yfirlysing_Bokun" hér að neðan.

Yfirlysing_Bokun.pdf