Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2022.
Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð félagsins á Akureyri.
Frá 20. febrúar 2022 verður húsið í Munaðarnesi ekki í leigu vegna endurbóta.
Núverandi hús verður stækktað til suðurs um 2,8 metra. Meðal annars verður inngangi komið fyrir á austurhlið þess, herbergjaskipan verður hliðrar til að stækkka enn frekar samvistarými hússins þ.e. stofu, borðstofu og eldhús. Í húsinu verða tvö herbergi með fullri rúmstærð en einnig lítið barnaherbergi. Baðberbergi verður með aðgangi út á verönd og veröndin verður stækkuð til að bæta möguleika á notkun hennar og heitur pottur endurnýjaður.
Opið fyrir umsóknir um úthlutun
Til þess að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.
Leigutími er 2 vikur frá þriðjudegi til þriðjudags. Athugið að páskar eru frá miðvikudegi til þriðjudags eða 13 dagar.
Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns.
Athugið að dagarnir 25. september til 6. október 2021 eru nú lausir til bókunar í orlofseign okkar á Tenerife. Fyrstur bókar fyrstur fær.
Dagurinn kostar 5000 kr. en bóka verður að lágmarki 7 daga.
Tilvalið tækifæri til að skella sér í sólina.
Sjá nánar á orlofsvef FFR
Ágætu félagsmenn,
Við viljum vekja athygli ykkar á því að opnað hefur verið fyrir bókanir í orlofshúsum innanlands og er nú hægt að bóka til og með 23. maí 2022.
Bókanir eru gerðar í gegnum orlofssíðu félagsins. Athugið að nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.
Engir punktar eru teknir af vetrarleigu og fyrstur kemur - fyrstur fær.
Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Helgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.
Athugið, það eru nokkrar vikur lausar til bókunar í september, nóvember og desember.
Kæru félagsmenn,
Stjórn félagsins er búin að festa kaupa á stórglæsilegir lóð Þórsstígur 28, í landi Ásgarðs við Búrfell.
Lóðin er rétt tæpur hektari að stærð og er í smá hæð í vel grónu umhverfi með einstaklega fallegu útsýni.