Búið er að opna fyrir bókanir á lausum vikum í íbúðinni á Tenerife fram til 1. desember 2021.
Icelandair mun fljúga í beinu flugi á miðvikudögum og laugardögum í sumar.
Vinsamlegast athugið að félagið endurgreiðir ekki dvöl sem félagsmaður hefur greitt nema að flug hafi fallið niður. Ef félagsmaður þarf að aflýsa ferð og getur ekki nýtt leigu íbúðarinnar t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag um bætur.
Óheimilt er með öllu að framleigja íbúðina öðrum eða að leigja hana fyrir aðra. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum og þeim sem hann ákveður að bjóða með sér til dvalarinnar. Við afhendingu lykla þarf félagsmaður að framvísa leigusamning og vegabréfi eða öðrum skilríkjum.
Til að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja TENERIFE SUMAR 2021.
Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.
Leigutími er 2 vikur frá miðvikudegi til miðvikudags. Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns.
Athugið að við brottför skilja félagsmenn 100 evrur eftir sem greiðslu fyrir þrifum.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021.
Icelandair mun fljúga í beinu flugi á miðvikudögum og laugardögum í sumar.
Vinsamlegast athugið að félagið endurgreiðir ekki dvöl sem félagsmaður hefur greitt nema að flug hafi fallið niður. Ef félagsmaður þarf að aflýsa ferð og getur ekki nýtt leigu íbúðarinnar t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag um bætur.
Óheimilt er með öllu að framleigja íbúðina öðrum eða að leigja hana fyrir aðra. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum og þeim sem hann ákveður að bjóða með sér til dvalarinnar. Við afhendingu lykla þarf félagsmaður að framvísa leigusamning og vegabréfi eða öðrum skilríkjum.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ætlar stjórn FFR að bjóða félagsmönnum upp á niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum, hótelum, í ferðavögnum, sumarhúsum og/eða húsbílum innanlands í sumar. Með þessu fyrirkomulagi geta félagsmenn sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og sala hótelmiða hingað til hefur krafið. Annar kostur fyrirkomulagsins er fjölbreytni í gistimöguleikum þar sem leiga ferðavagna/húsbíla verður einnig í boði.
Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2020 (15. maí - 30. September 2020).
Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00.
Fundurinn fer fram í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði vegna Covid-19. Viljum við því biðja ykkur um að skrá ykkur á fundinn með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Félagsmönnum er bent á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2020.
Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN SUMAR.
Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.
Leigutími er mánudagur til mánudags.
Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl.