Fréttir

Kristján Jóhannsson fyrrum formaður og framkvæmdastjóri FFR hefur látið af störfum.

Ný stjórn FFR tók við á síðasta aðalfundi þann 30. apríl 2015 og þakkar hún Kristjáni störf hans í þágu félagsins.

Stjórn FFR vinnur um þessar mundir að því að skipuleggja starfsemi félagsins í þágu félagsmanna og birtir fréttir á heimasíðu félagsins jafnóðum.

Allri þjónustu við félagsmenn verður sinnt á meðan skipulagsbreytingar standa yfir og eru félagsmenn hvattir til þess að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Búast má við því að opnunartími skrifstofu félagsins verði að einhverju leyti stopull næstu daga og ef erindið er mjög brýnt er unnt að ná í Helga Birki Þórisson formann í síma 690-9908.   

Athygli er vakin á því að þeim sem vilja ná sambandi við Kristján vegna mála sem ekki tengjast félaginu er bent á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

 

F.h. stjórnar FFR,

Bára Yngvadóttir ritari

Helgin laus í Munaðrnesi og á Akureyri um næstu helgi!

13.000 krónur fyrir helgina. Engir punktar!!

Bókið á vefnum!

Nokkrar vikur eru lausar í húsum félagsins í sumar.

Fyrstur kemur fyrstur fær!

Skoðið og bókið á orlofsvefnum eða hafið samband við skrifstofu FFR.

Helgi Birkir

Helgi Birkir Þórisson er nýr formaður FFR.

Stjórnarskipti urðu á aðalfundi félagsins s.l.fimmtudag.

Helgi er aðstoðarvarðstjóri í Eftirlitsdeild flugverndargæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Aðrir í stjórn eru:

Arna Ómarssdóttir, varaformaður. Starfsmaður Samgöngustofu.

Skarphéðinn Njálsson, gjaldkeri. Flugvallarþjónusta Keflavík.

Bára Yngvadóttir, ritari. Verkefnastjóri í flugstjórnarmiðstöð.

Jökull Sigurjónsson, meðstjórnandi.  Flugöryggisvörður í Keflavík.

Í varastjórn eru:
Friðrik Friðriksson, Flugöryggisvörður í Keflavík 

Inga Rún Káradóttir, Fjárreiðudeild Reykjavík

Gunnlaugur Höskuldsson, Akureyrarflugvelli.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins sendir félögum sínum um land allt kveðjur á frídegi verkalýðsins 1. maí 2015!

FFR sendir systurfélögum sínum í BSRB og öllum þeim verkalýðsfélögum sem eru með lausa saminga og standa í átökum við að ná fram sanngjörnum kröfum sínum baráttukveðjur. 

 

Aðalfundur FFR fer fram fimmtudaginn 30.apríl kl. 17.00. Fundurinn verður á Icelandair Hotel Keflavík að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ.

Dagskrá fundarins eru hefðbundinn aðalfundarstörf. (Sjá nánar auglýst á kaffistofum)

Boðið verður upp á veitingar.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.