Fréttir

Aðalfundur FFR fer fram fimmtudaginn 30.apríl kl. 17.00. Fundurinn verður á Icelandair Hotel Keflavík að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ.

Dagskrá fundarins eru hefðbundinn aðalfundarstörf. (Sjá nánar auglýst á kaffistofum)

Boðið verður upp á veitingar.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Frestur til að sækja um orlofshús félagsins í sumar rennur út á miðnætti í kvöld.

Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki.

Frestur til að skila framboðslistum til stjórnarkjörs í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins rann út á miðnætti 8.apríl s.l.

Einn listi barst kjörstjórn og því kemur ekki til kosninga í félaginu. Listinn er sjálfkjörinn.

Samkvæmt lögum félagis ber að lýsa kjöri nýrrar stjórnar á aðalfundi og það mun formaður kjörstjórnar, Guðjón Arngrímsson gera á komandi aðalfundi.

Núverandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar rennur út 15.apríl n.k.

Hægt er að sækja um í Munaðarnesi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

Farið er inn á orlofssíðu félagsins til að sækja um. Notast þarf við Íslykil eða rafræn skilríki til að geta sótt um.

Samkvæmt kjarasamngi FFR/SFR og LSS við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf hækka launa félagsmanna um 2.25% þann 1. apríl n.k.

Hægt er að skoða nýja launatöflu hér fyrir neðan.

Einnig er rétt að vekja athygli á því að kjarasamningar þessara aðila renna út 2017. Í  kjarasamningi er þó gert ráð fyrir að hækki laun á almennum markaði um meira en segir í okkar samningi þá fá félagsmenn FFR/SFR og LSS viðbótarhækkanir að frádregnum 0.5%. Flest aðildarfélög BSRB og nær öll ASÍ félög eiga í viðræðum við viðsemjendur þessa dagana.

xlsNý launatafla

 

Fimmtudaginn 5. mars 2015 verður haldinn félagsfundur í FFR. Á fundinum verður m.a. rætt um samkomulag FFR og SFR, sem undirritað var með fyrirvara um samþykki félagsmanna þriðjudaginn 24. febrúar s.l.

Stjórn hafði tilkynnt að félagsmenn myndu greiða atkvæði um samkomulagið í rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu.