Fréttir

Farið verður yfir niðurstöðu könnunar um orlofskosti FFR á aðalfundi félagsins í mars nk. og tekin umræða um orlofskostina í kjölfarið. Hvetjum félagsmenn til þess að mæta á aðalfundinn vilji þeir hafa áhrif á orlofshúsamál félagsins.

Stjórn

Við viljum biðja félagsmenn að svara könnun sem send var til þeirra rafrænt í tölvupósti.

Könnunin varðar fjölgun á orlofskostum.

Vekjum athygli félagsmanna á breytingum A-deildar lífeyrissjóðs, sjá meðfylgjandi upplýsingaspjald.

A-deild lífeyrrisjóðs, upplýsingar

Búið er að opna fyrir vetrarleigu í orlofshúsum FFR.
Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins
Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn.


Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Heilgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.

Engir punktar eru teknir af vetrarleigu.

Kæru félagsmenn,
 
Þar sem úthlutun orlofskosta félagsins er nú lokið fyrir sumarið 2017, viljum við vekja athygli á því að nú hefur verið opnað fyrir bókanir á þeim tímabilum sem ekki var úthlutað og gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær.
 
Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.
 
Skarpi

Á hádegi í dag lauk atkvæðagreiðslu félagsmanna FFR um nýundirritað samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR við SA/Isavia ohf. 

Niðurstöður atkvæðagreiðslu voru þessar:

Á kjörskrá voru alls 354 félagsmenn, atkvæði greiddu 215 eða 60.1% félagsmanna.

Alls samþykktu 155 félagsmenn (alls 72.9% félagsmanna) samninginn og 60 félagsmenn (alls 27.91% félagsmanna) höfnuðu honum.

Kjarasamningurinn er því samþykktur með meirihluta atkvæða félagsmanna.

Undirritaðan samning 2017 og launatöflur félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf. fyrir árin 2017-2019 má nú finna á heimasíðunni undir flipanum kjaramál (valmöguleikinn kjarasamningar).

Stjórn og Aldís