Fréttir

Kosningu um nýjan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA/Isavia ohf lýkur í dag klukkan 16:00. Niðurstöður verða kynntar á hádegi á morgun.

Mikilvægt er fyrir þá sem ekki hafa fengið sendan póst frá Outcome sem framkvæmir kosninguna rafrænnt að hafa smabnd við sitt stéttarfélag. Í tilfelli félagsmanna FFR má senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á skrifstofu félagsins 525-8410.

poll

Rafræn kosning um nýjan kjarasamning félagsins við SA/Isaiva er nú í fullum gangi. Hægt verður að kjósa til kl. 16:00 miðvikudaginn 14.maí. 

Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið sendan atkvæðaseðil á sitt netfang eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til síns trúnaðarmanns eða til skrifstofu FFR This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Niðurstöður verða kynnar kl. 12:00 fimmtudaginn 15.maí n.k.

Enn eru nokkrar vikur lausar íorlofshúsum félagsins. Hægt er að bóka og ganga frá greiðslum á flugstarfsmenn.is.

Kynningarfundir um nýjan kjarasamning voru á þremur stöðum í gær. Einn í Reykjavík og tveir í Keflavík. Á miðvikudag voru fundir á Akureyri og Egilssöðum. Í dag verða samningarnir kynntir félagsmönnum á Vestmannaeyjaflugvelli í dag. 

Atkvæðagreiða um samningin hefst í dag klukkan 12:00 og stendur til þriðjudagsins 13.maí kl. 16:00

Niðurstaða verður tilkynnt kl. 12 miðvikudaginn 14.maí.

Félagsmenn FFR munu í dag fá sendan tölvupóst frá fyrirtækinu Outcome sem sér um atkvæðagreiðsluna. Í póstinum eru leiðbeiningar um hvernig kosið er auk tengils inn á kjörseðilinn.

Þrír fundir eru á dagskrá í dag þar sem nýgerður kjarasamningur er kynntur fyrir félagsmönnum. Fundirnir verða kl. 12 í Reykjavík, fundarsal inn af kaffistofu á 1. hæð í turni. Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Marklandi á þriðju hæð kl. 17:30 og í Mötuneyti starfsmanna, Ellukoti kl. 20:00.

Hérna má nálgast hinn nýgerða samning

Rafræn kosning hefst föstudaginn 9.maí kl. 12 og lýkur þriðjudaginn 13.maí kl. 16:00. Niðurstöður verða kynntar kl. 12 miðvikudaginn 14.maí.

Kynningar á nýjum kjarasamningi FFR, SFR og LSS verða miðvikudaginn 7.maí kl. 10:00 á Akureyri og klukkan 16:00 sama dag á Egilsstöðum. Fimmtudaginn 8.maí verður kynning kl. 12:00 í Reykjavík, kl. 17:30 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og klukkan 20:00 í Speglasal á Keflavíkurflugvelli.

Á fundinum verða formenn félaganna og fara yfir nýgerðan kjarasamning.

Nánari upplýsingar um fundina er að finna á auglýsingum á kaffistofum starfsmanna.