Desember útgáfa af veffréttabréfi Starfsmenntar er komið út. Smelltu hér til að lesa það.
Bent er á FFR er aðildarfélag að Starfsmennt. Starfsmennt býður uppá fjölbreytt úrval námskeiða bæði í staðarnámi sem og fjarnámi. Námskeið á vegum Starfsmenntar eru félagsmönnum FFR að kostnaðarlausu.
BSRB efnir til opins fundar um verðtryggingu miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12:00 - 13:20 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum verður fjallað um verðtryggð og óverðtryggð lán, kosti og galla verðtryggingarinnar og hvort raunhæft sé að afnema hana í náinni framtíð.
Það er alltaf nóg um að vera hjá Starfsmennt og nokkur fjöldi námsskeiða fer af stað nú í nóvember. Einnig styttist í næstu lotu Forystufræðslu BSRB en frekari upplýsingar um þau námsskeið sem boðið verður upp á næstu vikurnar má finna í nýjasta fréttabréfi Starfsmenntar.
Dómur féll við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær í máli félagsmanns Félags flugmálastarfsmanna ríkisins gegn íslenska ríkinu varðandi efndir starfslokasamnings. Í málinu greindi aðila á um hvort samningur V og Lögreglustjórans á Suðurnesjum um uppgjör vegna áunnins leyfis frá störfum og starfslok hafi verið skuldbindandi fyrir íslenska ríkið og hvort kröfum samkvæmt samkomulaginu hafi verið beint að réttum aðila. Niðurstaðan var að íslenska ríkið var dæmt til að greiða eftirstöðvar greiðslna samkvæmt samkomulaginu.
Úrval stuttra framhaldsnámskeiða í vinnuvernd fyrir öryggisstarfsmenn, öryggisverði og aðra sem huga að vinnuvernd eru í boði á þessari önn hjá Vinnueftirlitinu. Þetta eru svokölluð örnámskeið, þau eru þriggja tíma löng og kosta kr. 11.900 kr.
Klukkan 11 í morgun lauk kosningu um kjarasamning FFR við Isavia. Kosningin fór fram með rafrænum hætti þannig að félagsmenn fengu sendan kjörseðil í tölvupósti og gafst þannig kostur á að taka afstöðu um samninginn.