Fréttir

Sofandi á bekk

Í rigningartíð, eins og nú á sunnanverðu landinu er ekki úr vegi að kanna aðra gistimöguleika.

FFR býður félögum sínum upp á gistingar á hótelum frá kr. 7.200.- nóttina.

Kynnið ykkur tilboð á orlofssíðunni.

Göng

Góð sala hefur verið á miðum í Hvalfjarðargöng síðustu vikurnar. Félagsmönnum býðst að kaupa eina blokk á ári með tíu miðum á kr.  4000.-

Félagið býður einnig upp á fjölda annara tilboða m.a. Veiðikortið, Sund og safnakortið, Útilegukortið og Golfkortið.

Einnig eru tilboð á hótelgistingum á Eddu hótelunum, Fosshótelunum sem eru staðsett vísvegar um landið og Hótel Keflavík.

Salan fer fram á orlofssiðu félagsins en smella má á flipa á heimasíðunni til að komast inn á hana.

 

Ein vika laus í íbúð FFR að Tjarnarlundi 19e frá 21.júní til 28.júní. Verð 22.000 kr. Fyrstur kemur - fyrstur fær!

BSRBlogo

Í dag var undiritað í húsakynnum Ríkissáttasemjara samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Með undirritun samkomulagsins er fyrsta skrefið stigið í átt að samvinnu um bætt vinnubrögð í kjarasamningum eins og BSRB hefur lagt ríka áherslu á.

Aðilar samstarfsins eru Fjármála og efnahagsráðuneytið, ASÍ, BSRB, KÍ, SA og BHM. Ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson stýrir starfi nefndarinnar.

Færst hefur í vöxt að fyrirtæki geri svo kallaða fastlaunasamninga við starfsmenn sína.

Oft eru þetta starfsmenn sem hafa náð uppfyrir þann stall að vera á plani eins og það var orðað á vaktinni um árið.

Eru sumsé komir með einhverja ábyrgð og þar af leiðandi með hærri laun en planfólkið.

En það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum!

Enn eru nokkar lausar vikur í orlofshúsum félagsins.

Á Akureyri  eru tvær vikur lausar í sumar:

7,júní til 14.júní og 26.júlí til 2. ágúst.

Í Munaðarnesi eru eftirtladar vikur lausar:

7.júní til 14.júní, 28.júní til 5.júlí og 16.ágúst til 23.ágúst.

Í Vestmannaeyjum eru eftirtaldar vikur lausar:

12.júlí til 19.júlí

19.júlí til 26.júlí

9.ágúst til 16.ágúst.

Best er að bóka í gegnum orlofsvef félagsins gegnum heimasíðuna. Eins má snúa sér til skrifstofunnar í síma 525-8410.

Um vikuleigu er að ræða og kostar vikan kr. 22.000.-