Fréttir

Héraðsdómur Reykjavíkur tók í morgun til aðalmeðferðar stefnu fyrrverandi félaga í FFR Guðmundar Haraldssonar en hann stefndi Issvis ohf vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar. Uppsögn hans byggist á ákvörðun fyrrverandi stjórnar Isavia um að starfslok eigi að vera eigi síðar en við 67 ára aldur viðkomandi starfsmanns. FFR hefur ætíð mótmælt þessari ákvörðun stjórnarinnar enda félagsmenn FFR ríkisstarfsmenn til stofnunar KEF ohf 2008.

Niðurstöðu er að vænta eftir fjórar vikur.

isavia-undirritun

Skrifað var undir nýjan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA fyrir hönd Isavia í gærkvöld í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir til loka febrúar 2017 og hljóðar upp á 2.8% launahækkun fyrsta árið en 4% hækkun 2015 og 2016. Auk þess koma launaflokkahækkanir á samningstímabilinu. Samningurinn verður kymntur félagsmönnum í næstu viku. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir á hádegi 15.maí 2014.

Fyrirhuguðu verkfalli félagsmanna FFR, SFR og LSS hefur verið frestað til 22.maí n.k. Vinna við nýjan kjarasamning heldur áfram í kvöld og nótt. 

Frestur til að sækja um sumardvöl í húsum félagsins hefur verið framlengdur um eina vikur. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 13.apríl n.k. Sótt er um á orlofsvef félagsins flugstarfsmenn.is/orlofsvefur.

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu FFR, SFR og LSS við Isaiva ohf á morgun, föstudaginn 4.apríl. Eins og kunnugt er hafa félögin boðað verkfall frá 04-09 þriðjudaginn 8.apríl. 

Talning atkvæða um verkfallsaðgerðir starfsmanna hjá Isavia hefur farið fram. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni eru á þann veg að 88% sögðu já, nei sögðu 9%.

Auðir og ógildir voru 3%.

Á kjörskrá voru 424 og af þeim kusu 365, eða 86%. Af þessu er ljóst að gripið verður til verkfallsaðgerða þann 8. apríl næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

 

Verkfallsaðgerðirnar sem samþykktar voru:

 Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00,  þriðjudaginn 8. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf , leggja niður störf.

 

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00,  miðvikudaginn 23. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf , leggja niður störf.

 

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00,  föstudaginn 25. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf , leggja niður störf.