Fréttir

summer-day-21851278215379TDXk

Búið er að opna fyrir umsóknir á orlofshúsum félagsins fyrir sumarið 2014. Farið er inn á orlofsvefinn og sótt um þar rafrænt.

Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 6.apríl n.k.

Úthlutað er eftir punktakerfi og er sama verð og í fyrra 22.000.- kr fyrir vikuna.

Viðræðum í kjaradeilu FFR, SFR og LSS við SA/Isaiva ohf verður framhaldið eftir helgi. Samninganefndir félaganna hittast á þriðjudag.

Á fundi með Samtökum atvinnulífsins og Isavia ohf hjá Ríkissáttasemjara í morgun lagði SA fram tillögu í kjaraviðræðunum. Þeirri tillögu var svarað með gagntilboði frá FFR, SFR og LSS. 

Næsti fundur í deilunni er á fimmtudaginn kl. 13:00.

Isaviafundurskorin

Mikil baráttuhugur kom fram á fundum samninganefnda stéttarfélaganna með félagsmönnum hjá Isavia í gær.

Ástæða fundarins var afstaða Samtaka atvinnulífisins og Isavia ohf í samningaviðræðum við félögin. 

Deilunni var vísað til Ríkisáttasemjara í lok febrúar og hefur verið fundað tvisvar undir hans stjórn.

Enginn árangur hefur verið af viðræðunum hingað til. SA/Isavia ohf hafa ekki svarað efnislega kröfum félaganna. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þess efnis.

Næsti fundur deiluaðila verður n.k. þriðjudag. 

Samþykkt var ályktun á fundunum sem samþykkt var samhljóða á öllum fundum. Ályktunin er svo hljóðandi:

Enginn árangur varð af fundi sameiginlegra samninganefda FFR, SFR og LSS við SA og Isavia í morgun. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins en segja má að SA hafi hafnað öllum kröfum félaganna.

Næsti fundur er boðaður eftir viku.

Á fimmtudag ætla samninganefndirnar að hitta félagsmenn á Reykjavíkurflugvelli kl. 12. Í Leifsstöð kl. 17 og í flugvallarþjónustudeild í Keflavík kl. 19:30.

FFR ásamt LSS og SFR hafa vísað kjaradeilu sinni við SA / Isavia ohf til Ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félaganna rennur út þann 28.febrúar n.k. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með viðsemjendum en fullljóst þykir að aðilir munu ekki ná saman án aðkomu sáttasemjara.

Ríkissáttasemjari mun fljótlega kalla samningsaðila á sinn fund.