Fréttir


Viðræður um frekari samvinnu og samstarf á milli Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR- Stéttarfélags í almannaþjónustu.


Félag flugmálastarfsmanna ríkisins og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu hafa sameiginlega staðið að gerð kjarasamninga við Isavia ohf árin 2011 og 2014. Félögin hafa einnig unnið saman að eftirfylgd samninga.

Þessi samvinna hefur verið metin sem mjög jákvæð og styrkt félögin gagnvart atvinnurekandanum.

Í dag verður lokið við að greiða félögum í FFR verkfallsbætur.

Greiðslur til vaktavinnufólks er kr. 30.000 en kr. 6.000 til dagvinnufólks.

Greiddur er skattur í öðru skattþrepi af upphæðinni.

 

Hæstiréttur snéri í gær við dómi Hérðasdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi félagsmanns FFR gegn Isavia ohf en maðurinn stefndi Isavia fyrir meinta ólögmæta uppsögn í starfi.

Hæstitréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta. Einnig var Isaiva ohf gert að greiða honum 500.000 kr í miskabætur með vöxtum og dráttarvöxtum frá uppsagnardegi. Isavia ohf var og gert að greiða 1.200.000.- kr í málvarnarlaun á báðum dómsstigum.

Af óviðráðanlegum orsökum frestast útgreiðsla á verkfallsbótum fram til janúar n.k.

Félaginu þykir leitt að þurfa tilkynna þetta en áætlaður greiðsludagur er nú 5. janúar 2015.
 
 
 

Undanfarið hefur BSRB vakið athygli á þeim fjölbreyttu störfum sem félagsmenn bandalagsins sinna í almannaþjónustu. Mikið hefur mætt á starfsfólki almannaþjónustunnar síðustu ár þar sem verkefnum hefur fjölgað á sama tíma og starfsfólki hefur víða fækkað. Óhætt er að segja að þótt mjög hafi reynt á velferðarkerfi landsins á árunum eftir hrun hafi það staðist prófið og mildað það mikla högg sem margir urðu fyrir.

BSRB vill þess vegna minna á að án starfsfólks almannaþjónustunnar liti samfélag okkar allt öðruvísi út. Starfsfólk almannaþjónustunnar vinnur mikilvæg störf um land allt og er undirstaða þess samfélags sem við búum í. Opinberir starfsmenn veita okkur umönnun og hjúkrun, gæta öryggis okkar, mennta og gæta barnanna okkar og sinna allri grunnþjónustu samfélagsins. Öflug almannaþjónusta stuðlar öðru fremur að auknu jafnrétti, öryggi og réttlátara samfélagi.

Um leið er öll skerðing á opinberri þjónustu skerðing á lífsgæðum allra sem í landinu búa. BSRB minnir á að án vel mannaðrar opinberar þjónustu horfum við upp á gjörbreytt samfélag. Almannaþjónustan er grunnstoðin sem samfélagsgerð okkar hvílir á og það er hagur okkar allra að grunnstoðir samfélagsins séu sterkbyggðar.

Almannaþjónusta á samfélagslegum grunni þar sem allir eiga jafnan rétt, óháð efnahag, er ein helsta forsenda framfara. Styðjum við og verum erum stolt af því fólki sem þjónar okkur í fjölbreyttum störfum hjá hinum opinbera. Án þess starfsfólks væri samfélag okkar fátækara.

Það er kominn tími til að sækja fram til aukinnar velferðar og öryggis á Íslandi. BSRB hvetur bæði ríki og sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

 


Frestur til að sækja um verkfallsbætur fyrir félaga FFR er til miðnættis 14. desember n.k. Sótt er um á hnappi hér á heimasíðunni.