Nýverið tók FFR nýja heimasíðu í gagnið. Það er tölvufyritækið ap-media sem hannaði og hefur haft veg og vanda að gerð nýrrar heimasíðu. Síðan er enn í mótun og er það einlæg ósk að félagsmenn nýti sér heimasíðuna. Auðvelt aðgengi er af heimasíðunni inn á vefi styrktarsjóðs og annarra sjóða sem FFR á aðild að. Einnig er tengill inn á veg Starfsmenntar, Félagsmálaskóla alþýðu og Starfsendurmenntunarsjóð BSRB. Þá er auðvelt aðgengi inn á orlofssíðu FFR.
Vill FFR hvetja félagsmenn sína um allt land til þess að senda myndir og fréttir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Á það netfang má líka senda ábendingar og tillögur til stjórnar FFR.
Aðalfundur BSRB fór fram í dag. Meðal samþykkta á fundinum var reglugerð um ný þjónustuviðmið bandalagsins. Í þeim er hveðið á um að hvert félag skuli hafa burði til að gera kjarasmamninga og túlka þá. Aðildarfélög BSRB eiga að geta veitt félagsmönnum leiðsögn er varðar sjóði félagsins og almenna ráðgjöf um réttindi og skyldur. Einnig er félögum gerð sú skylda samkvæmt þjónustuviðmiðunum að halda úti skrifstofu og símaþjónustu fyrir félagsmenn sýna.
Á aðalfundinum var einnig samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og framkvæmdaáætlun.
FFR á einn fulltrúa á aðalfundi BSRB og sat Kristján Jóhannsson, formaaður FFR fundinn.
Í tilefni af 40 ára afmæli Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna var haldin athöfn á þeim tímamótum þann 11 maí síðastliðin. Kristján Jóhannsson og Emil Georgsson mættu þar og færðu LSS mynd að gjöf.
Orlofsuppbót fyrir árið 2013 er 28.700.- Kemur sú greiðsla með júnílaunum starfsmanna.
Einnig er
rétt að vekja athygli á því að launþegar fylgist vel með að orlof skili sér inn á launareikninga viðkomandi.
Nokkar vikur eru lausar í húsum félagsins í sumar. Eftir að sumarúthutun er lokið gildir reglan ,,fyrstur kemur fyrstur fær. Endilega að fara inn á orlofsvefinn og næla sér í viku í nýuppgerðum bústað í Munaðarnesi, endurbættum Heiðarbæ í Vestmannaeyjum eða íbúðinni á Akureyri.
Umsóknarfrestur til hádegis 26. apríl. Úthlutun fer fram 29. apríl. Gengið frá greiðslu síðasta lagi 6. maí. Eftir það er endurúthlutað, en þá fær fyrstur sem kemur og bókar úthlutað, það komast bara þeir sem fengu ekki úthluta að í þeirri endurúthlutun.
Í kjölfar upptöku Frímanns orlofskerfis verður tekið upp punktakerfi sem virkar þannig að eldri félagsmenn hafa forskot á þá sem eru nýrri þegar kemur að sumarúthlutun.